Viðskipti innlent

44,5% telja lækkunina hafa jákvæð áhrif

Haraldur Guðmundsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynntu áformin.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynntu áformin. Vísir/Valli
Meirihluti svarenda í könnun MMR telur að lækkun húsnæðisskulda muni hafa neikvæð eða engin áhrif á efnahagslífið. 44,5 prósent telja að lækkun húsnæðisskulda muni hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf.

Um 20,8 prósent töldu að lækkun húsnæðisskulda muni ekki hafa nein áhrif á íslenskt hagkerfi og 34,7 prósent að lækkun skuldannna muni hafa neikvæð áhrif á íslenskt hagkerfi. 

Mikill munur var á afstöðu svarenda eftir stjórnmálaskoðunum.  

„Meirihluti þeirra sem sögðust hafa kosið Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningu töldu að frumvörp ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda muni leiða til jákvæðra áhrifa á íslenskt efnahagslíf. Aftur á móti sagðist meirihluti þeirra sem kusu flokk í stjórnarandstöðu í síðustu kosningum telja að frumvörp ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda muni hafa neikvæð eða engin áhrif á íslenskt efnahagslíf.

Þannig töldu 70,3% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn að lækkun húsnæðisskulda muni hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíft, 66,8% Sjálfstæðisfólks, 19,7% þeirra sem kusu bjarta framtíð, 13,5% þeirra sem kusu Pírata, 12,9% Samfylkingarfólks og 9,2% Vinstri-grænna töldu að lækkun húsnæðisskulda muni hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf," segir í frétt MMR

Könnunin var framkvæmd dagana 28. mars til 1. apríl og var heildarfjöldi svarenda 960 einstaklingar, 18 ára og eldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×