Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - HK 30-21 | Stjarnan komin í 1-0 Stefán Árni Pálsson í Mýrinni skrifar 7. apríl 2014 16:19 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/valli Stjarnan vann öruggan sigur á HK, 30-21, í 8-liða úrlitum Olís-deildar kvenna í handknattleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. Florentina Stanciu var mögnuð í liðu Stjörnunnar og varði 20 skot en hún lék ekki síðustu þrettán mínútur leiksins. Sólveig Lára Kjærnested gerði sex mörk fyrir heimamenn. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en í stöðunni 3-2 fyrir Stjörnuna stungu heimamenn af. Staðan var því næst allt í einu orðin 7-2 og sáu HK-ingar aldrei til sólar út fyrri hálfleikinn. Florentina Stanciu var ótrúleg í markinu hjá Stjörnunni fyrstu 30 mínútur leiksins og varði 13 bolta, mögnuð frammistaða alveg hreint. Þórhildur Gunnarsdóttir hafði gert fjögur mörk fyrir Stjörnuna í hálfleik sem leiddu leikinn 17-8 eftir fyrri hálfleikinn. Leikurinn var á þeim tíma í raun búinn. Stjarnan hélt áfram að leiða í síðari hálfleiknum en HK-ingar höfðu bætt margt í sínum leik. Gestirnir voru farnir að keyra upp völlinn og freista þess að skora úr hörðum upphlaupum. Staðan var 21-13 þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður. Stjörnustúlkur hleyptu samt aldrei gestunum inn í leikinn og endaði hann með öruggum sigri þeirra bláu, 30-21. Liðið er því komið í 1-0 í einvíginu en vinna þarf tvö leiki til að komast áfram í undanúrslitin. Liðin mætast á ný í Digranesinu á miðvikudagskvöldið. Skúli: Einbeiting og vilji til staðar hjá stelpunumvísir/valli„Ég er mjög ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur og við erum að spila virkilega góða vörn í kvöld," segir Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Einbeiting og vilji var svo sannarlega til staðar í kvöld og er ég mjög ánægður með það." „Við vorum að missa Hönnu (G. Stefánsdóttur) og Rakel (Bragadóttir) duttu úr hópnum fyrr í vetur en mér finnst tóninn í stelpunum vera að við ætlum okkur langt þó hópurinn sé að þynnast." „HK er bara með þannig lið að við verðum að mæta alveg klárar í næsta leik og megum ekkert gefa eftir. Það er samt markmiðið að klára þetta einvígi í næsta leik, enda förum við í alla leiki til að vinna." Hægt er að sjá viðtalið með því að smella hér. Hilmar: Þurfum að laga allt fyrir næsta leik„Við vorum engan veginn tilbúnar í þetta og það sást alveg frá fyrstu mínútu,“ segir Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum bara númeri og litla og margt sem við getum lagað fyrir næsta leik, eiginlega bara allt sem við þurfum að laga.“ „Stelpurnar gerðu ekki það sem við höfðum lagt upp með sem var að vera skynsamar og rólegar í okkar aðgerðum. Við mætum dýrvitlausar í næsta leik, það er ekki annað í boði, við erum ekki tilbúnar til að fara í sumarfrí.“ Hægt er að sjá viðtalið við Hilmar með því að ýta hér.vísir/valli Handbolti Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Stjarnan vann öruggan sigur á HK, 30-21, í 8-liða úrlitum Olís-deildar kvenna í handknattleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. Florentina Stanciu var mögnuð í liðu Stjörnunnar og varði 20 skot en hún lék ekki síðustu þrettán mínútur leiksins. Sólveig Lára Kjærnested gerði sex mörk fyrir heimamenn. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en í stöðunni 3-2 fyrir Stjörnuna stungu heimamenn af. Staðan var því næst allt í einu orðin 7-2 og sáu HK-ingar aldrei til sólar út fyrri hálfleikinn. Florentina Stanciu var ótrúleg í markinu hjá Stjörnunni fyrstu 30 mínútur leiksins og varði 13 bolta, mögnuð frammistaða alveg hreint. Þórhildur Gunnarsdóttir hafði gert fjögur mörk fyrir Stjörnuna í hálfleik sem leiddu leikinn 17-8 eftir fyrri hálfleikinn. Leikurinn var á þeim tíma í raun búinn. Stjarnan hélt áfram að leiða í síðari hálfleiknum en HK-ingar höfðu bætt margt í sínum leik. Gestirnir voru farnir að keyra upp völlinn og freista þess að skora úr hörðum upphlaupum. Staðan var 21-13 þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður. Stjörnustúlkur hleyptu samt aldrei gestunum inn í leikinn og endaði hann með öruggum sigri þeirra bláu, 30-21. Liðið er því komið í 1-0 í einvíginu en vinna þarf tvö leiki til að komast áfram í undanúrslitin. Liðin mætast á ný í Digranesinu á miðvikudagskvöldið. Skúli: Einbeiting og vilji til staðar hjá stelpunumvísir/valli„Ég er mjög ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur og við erum að spila virkilega góða vörn í kvöld," segir Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Einbeiting og vilji var svo sannarlega til staðar í kvöld og er ég mjög ánægður með það." „Við vorum að missa Hönnu (G. Stefánsdóttur) og Rakel (Bragadóttir) duttu úr hópnum fyrr í vetur en mér finnst tóninn í stelpunum vera að við ætlum okkur langt þó hópurinn sé að þynnast." „HK er bara með þannig lið að við verðum að mæta alveg klárar í næsta leik og megum ekkert gefa eftir. Það er samt markmiðið að klára þetta einvígi í næsta leik, enda förum við í alla leiki til að vinna." Hægt er að sjá viðtalið með því að smella hér. Hilmar: Þurfum að laga allt fyrir næsta leik„Við vorum engan veginn tilbúnar í þetta og það sást alveg frá fyrstu mínútu,“ segir Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum bara númeri og litla og margt sem við getum lagað fyrir næsta leik, eiginlega bara allt sem við þurfum að laga.“ „Stelpurnar gerðu ekki það sem við höfðum lagt upp með sem var að vera skynsamar og rólegar í okkar aðgerðum. Við mætum dýrvitlausar í næsta leik, það er ekki annað í boði, við erum ekki tilbúnar til að fara í sumarfrí.“ Hægt er að sjá viðtalið við Hilmar með því að ýta hér.vísir/valli
Handbolti Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira