„Þjóðarbúið hefur ekki efni á að leysa þetta út“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. apríl 2014 11:59 Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Fullkomin óvissa er um hvernig eigi að leysa úr krónueign slitabúa föllnu bankanna sem samkvæmt uppfærðu mati Seðlabankans nemur núna 497 milljörðum króna, eða þriðjungi landsframleiðslunnar. Þjóðarbúið framleiðir ekki nægan gjaldeyri til að leysa þessar krónur út. Seðlabanki Íslands kynnti í morgun nýjustu útgáfu rits um Fjármálastöðugleika á Íslandi en hluti ritsins er helgaður áhrifum uppgjöra slitabúa föllnu bankanna á þjóðarbúið. Fram kemur í ritinu uppfært mat á krónueign föllnu bankanna, þ.e. slitabúa þeirra, sem kröfuhafar bankanna eiga. Seðlabankinn áætlaði í október 2012 að þessi fjárhæð næmi 460 milljörðum króna. Nú er talið að samtals séu þetta 497 milljarðar króna, en um helmingur upphæðarinnar eru tveir viðskiptabankar, Arion banki og Íslandsbanki. Fram kom í máli Sigríðar Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika Seðlabankans, þegar ritið var kynnt að undirliggjandi viðskiptajöfnuður næstu ára dygði ekki til þess að leysa þessar krónueignir út, þ.e. skipta þeim í erlendan gjaldeyri. Seðlabankinn er í raun engu nær núna en fyrir nokkrum árum hvernig það eigi að gera. Viðskiptajöfnuður er mismunur á innflutning og útflutningi. Í raun þurfa Íslendingar að sýna ábyrgð þegar kemur að innflutningi því þjóðarbúið er ekki að framleiða nægan gjaldeyri, þótt ráð sé gert fyrir að viðskiptajöfnuðurinn verði jákvæður um 3,5 prósent af landsframleiðslunni að meðaltali á næstu árum. Það er bara ekki nóg. Þú myndir segja að þetta væri enn stór óvissuþáttur, þ.e þessi tæplega 500 milljarða krónueign slitabúanna? „Það er alveg ljóst að þjóðarbúið hefur ekki efni á að leysa þetta út í gegnum viðskiptajöfnuð. Það þarf einhverjar aðrar leiðir, hvort sem það er að þjóðarbúið selji erlendar eignir sem við teljum ekki vera raunhæft til þess að mæta þessu eða þá að einhverjar aðrar leiðir verði farnar.“Hafið þið einhverjar hugmyndir um hvaða leiðir það séu? „Nei. Þessar leiðir er bara verið að skoða núna.“ Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Fullkomin óvissa er um hvernig eigi að leysa úr krónueign slitabúa föllnu bankanna sem samkvæmt uppfærðu mati Seðlabankans nemur núna 497 milljörðum króna, eða þriðjungi landsframleiðslunnar. Þjóðarbúið framleiðir ekki nægan gjaldeyri til að leysa þessar krónur út. Seðlabanki Íslands kynnti í morgun nýjustu útgáfu rits um Fjármálastöðugleika á Íslandi en hluti ritsins er helgaður áhrifum uppgjöra slitabúa föllnu bankanna á þjóðarbúið. Fram kemur í ritinu uppfært mat á krónueign föllnu bankanna, þ.e. slitabúa þeirra, sem kröfuhafar bankanna eiga. Seðlabankinn áætlaði í október 2012 að þessi fjárhæð næmi 460 milljörðum króna. Nú er talið að samtals séu þetta 497 milljarðar króna, en um helmingur upphæðarinnar eru tveir viðskiptabankar, Arion banki og Íslandsbanki. Fram kom í máli Sigríðar Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika Seðlabankans, þegar ritið var kynnt að undirliggjandi viðskiptajöfnuður næstu ára dygði ekki til þess að leysa þessar krónueignir út, þ.e. skipta þeim í erlendan gjaldeyri. Seðlabankinn er í raun engu nær núna en fyrir nokkrum árum hvernig það eigi að gera. Viðskiptajöfnuður er mismunur á innflutning og útflutningi. Í raun þurfa Íslendingar að sýna ábyrgð þegar kemur að innflutningi því þjóðarbúið er ekki að framleiða nægan gjaldeyri, þótt ráð sé gert fyrir að viðskiptajöfnuðurinn verði jákvæður um 3,5 prósent af landsframleiðslunni að meðaltali á næstu árum. Það er bara ekki nóg. Þú myndir segja að þetta væri enn stór óvissuþáttur, þ.e þessi tæplega 500 milljarða krónueign slitabúanna? „Það er alveg ljóst að þjóðarbúið hefur ekki efni á að leysa þetta út í gegnum viðskiptajöfnuð. Það þarf einhverjar aðrar leiðir, hvort sem það er að þjóðarbúið selji erlendar eignir sem við teljum ekki vera raunhæft til þess að mæta þessu eða þá að einhverjar aðrar leiðir verði farnar.“Hafið þið einhverjar hugmyndir um hvaða leiðir það séu? „Nei. Þessar leiðir er bara verið að skoða núna.“
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira