Viðskipti innlent

Óvissuástand í Rússlandi hefur áhrif á flugverð Icelandair

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Vísir/Afp/Anton
Verð Icelandair til Sankti Pétursborgar í Rússlandi hefur hrunið vegna óvissuástandsins sem ríkir í málefnum Rússlands og Úkraínu. Vefsíðan Túristi greinir frá þessu.

Í byrjun ársins kostaði ódýrasta ferðin til borgarinnar í ágúst rúmar 50 þúsund krónur en nú er hins vegar hægt að fá ferðir á rúmlega 20 þúsund krónur og farið þá í heild sinni með báðum leiðum í mörgum tilvikum á rúmlega 40 þúsund samkvæmt könnun Túrista.

Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir aðspurður um hvort þessi lágu verð séu til marks um minnkandi eftirspurn eftir ferðum til Rússlands að það sé alveg ljóst að óvissuástand, eins og það sem ríkir í málefnum Rússa og Úkraínumanna, hjálpi almennt ekki til í sölu- og markaðsstarfi.

Í fyrra komu sjö þúsund rússneskir ferðamenn til Íslands og var það nærri helmings fjölgun milli ára. Það er hlutfallslega meiri aukning en frá nokkru öðru landi samkvæmt talningu Ferðamálastofu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×