Hagar stefna ríkinu vegna tolla Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 27. mars 2014 09:21 Vísir/Pjetur Verslunarfyrirtækið Hagar mun birta ríkislögmanni stefnu í dag vegna þess að landbúnaðarráðherra synjaði félaginu um opinn tollkvóta á lífrænum kjúklingi og ákveðnum tegundum af ostum sem ekki eru framleiddir hér á landi. Málshöfðun Haga byggir á því að mikil eftirspurn sé eftir þessum vörum hér á landi en framleiðsla þeirra ýmist engin eða hverfandi og anni þannig á engan hátt eftirspurn sem sé meiri en framboð.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Haga, segir um að ræða tímamótamál hvað varðar réttindi neytenda. „Við erum bjartsýn, enda sannfærð niðurstaða ráðuneytisins sé röng. Þetta mál getur auk þess haft mjög víðtæka þýðingu vegna fleiri vörutegunda og skiptir því neytendur miklu máli að jákvæð niðurstaða fáist í málið. Gangi það eftir munu neytendur geta fengið fjölbreyttari og ódýrari matvæli en hingað til,“ segir Páll í samtali við Fréttablaðið. Í ljósi þessara miklu hagsmuna hafi ætlunin því verið að fá flýtimeðferð hjá dómstólum, en því hafi verið hafnað. Málið verði því rekið með hefðbundnum hraða. „Álag á dómstólum er mikið og því kröfur til flýtimeðferðar afar strangar nú um stundir“. Hann segir að hafi Hagar sigur í málinu myndi það staðfesta lögboðnar skyldur ráðherrans til að bregðast við skorti á ákveðnum vörum, en það sé beinlínis markmið búvörulaganna að það sé ekki skortur á matvælum. „Það er markmið laganna að neytendur hafi aðgang að þeim matvælum sem það kýs að neyta. Af þeirri ástæðu leggja lögin skilyrðislausa skyldu á ráðherra til að bregðast við skorti. Það liggur nú fyrir að það er skortur til staðar, varan er ekki til en það er ekki brugðist við því, Þetta stenst bersýnilega ekki,“ segir Páll.Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður HagaHagar telja í stefnu sinni meðal annars að synjun landbúnaðarráðherra hafi ekki grundvallast á réttmætum sjónarmiðum né hafi lögmætra málsmeðferðarreglna verið gætt. Þannig hafi jafnræðisregla stjórnarskrárinnar verið brotin, þar sem ráðherra hafi margoft fallist á það í öðrum tilvikum að úthluta opnum tollkvótum, og þar af einnig þegar legið hefur fyrir að kvóta hafi áður verið úthlutað vegna umræddra vara. Þá hafi ráðherra ítrekað staðið fyrir slíkri úthlutun með vísan til skorts. Við þingfestingu málsins stefna Hagar að því að leggja fram yfir 50 slíka úrskurði ráðuneytisins sem fyrirtækið telur vera fordæmisgefandi. „Það verður eitt yfir alla að ganga og það fær ekki staðist að Hagar búi við annan og lakari rétt en sambærileg fyrirtæki í sömu stöðu. Réttur til að krefjast gjaldlausra innflutningsheimilda þegar skort ber að einskorðast ekki við valin fyrirtæki í eigu innlendra framleiðenda. Þessu réttur er lögfestur, fortakslaus og verður ekki af umbjóðanda mínum né neytendum tekinn,“ segir Páll Rúnar. Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira
Verslunarfyrirtækið Hagar mun birta ríkislögmanni stefnu í dag vegna þess að landbúnaðarráðherra synjaði félaginu um opinn tollkvóta á lífrænum kjúklingi og ákveðnum tegundum af ostum sem ekki eru framleiddir hér á landi. Málshöfðun Haga byggir á því að mikil eftirspurn sé eftir þessum vörum hér á landi en framleiðsla þeirra ýmist engin eða hverfandi og anni þannig á engan hátt eftirspurn sem sé meiri en framboð.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Haga, segir um að ræða tímamótamál hvað varðar réttindi neytenda. „Við erum bjartsýn, enda sannfærð niðurstaða ráðuneytisins sé röng. Þetta mál getur auk þess haft mjög víðtæka þýðingu vegna fleiri vörutegunda og skiptir því neytendur miklu máli að jákvæð niðurstaða fáist í málið. Gangi það eftir munu neytendur geta fengið fjölbreyttari og ódýrari matvæli en hingað til,“ segir Páll í samtali við Fréttablaðið. Í ljósi þessara miklu hagsmuna hafi ætlunin því verið að fá flýtimeðferð hjá dómstólum, en því hafi verið hafnað. Málið verði því rekið með hefðbundnum hraða. „Álag á dómstólum er mikið og því kröfur til flýtimeðferðar afar strangar nú um stundir“. Hann segir að hafi Hagar sigur í málinu myndi það staðfesta lögboðnar skyldur ráðherrans til að bregðast við skorti á ákveðnum vörum, en það sé beinlínis markmið búvörulaganna að það sé ekki skortur á matvælum. „Það er markmið laganna að neytendur hafi aðgang að þeim matvælum sem það kýs að neyta. Af þeirri ástæðu leggja lögin skilyrðislausa skyldu á ráðherra til að bregðast við skorti. Það liggur nú fyrir að það er skortur til staðar, varan er ekki til en það er ekki brugðist við því, Þetta stenst bersýnilega ekki,“ segir Páll.Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður HagaHagar telja í stefnu sinni meðal annars að synjun landbúnaðarráðherra hafi ekki grundvallast á réttmætum sjónarmiðum né hafi lögmætra málsmeðferðarreglna verið gætt. Þannig hafi jafnræðisregla stjórnarskrárinnar verið brotin, þar sem ráðherra hafi margoft fallist á það í öðrum tilvikum að úthluta opnum tollkvótum, og þar af einnig þegar legið hefur fyrir að kvóta hafi áður verið úthlutað vegna umræddra vara. Þá hafi ráðherra ítrekað staðið fyrir slíkri úthlutun með vísan til skorts. Við þingfestingu málsins stefna Hagar að því að leggja fram yfir 50 slíka úrskurði ráðuneytisins sem fyrirtækið telur vera fordæmisgefandi. „Það verður eitt yfir alla að ganga og það fær ekki staðist að Hagar búi við annan og lakari rétt en sambærileg fyrirtæki í sömu stöðu. Réttur til að krefjast gjaldlausra innflutningsheimilda þegar skort ber að einskorðast ekki við valin fyrirtæki í eigu innlendra framleiðenda. Þessu réttur er lögfestur, fortakslaus og verður ekki af umbjóðanda mínum né neytendum tekinn,“ segir Páll Rúnar.
Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira