Gagnrýnir samráðsleysi við ESA vegna "mýkri gjaldeyrishafta" Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. mars 2014 18:45 Íslensk stjórnvöld höfðu ekki samráð við ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, um mótun varúðarreglna í gjaldeyrismálum sem taka eiga við eftir afnám gjaldeyrishafta. Formaður stærsta stjórnarandstöðu-flokksins gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í málinu. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram á Alþingi á dögunum skýrslu um afnám gjaldeyrishafta. Í skýrslunni eru tíundaðar tillögur sem Seðlabanki Íslands lagði fram fyrir ári síðan um varúðarreglur sem taka við eftir að höftunum hefur verið aflétt. Um er að ræða svona mýkri útgáfu af gjaldeyrishöftunum.Tillögurnar eru: 1. Að settar verði reglur um laust fé og gjaldeyrissjöfnuð til að draga úr gjalddagamisræmi í erlendum gjaldmiðlum. 2. Að settar verði takmarkanir á söfnun innlána erlendis 3. Að settar verði takmarkanir eða bann við við gjaldeyrislánum til svokallaðra óvarinna aðila. 4. Að komið verði á fót stýritækjum til að sporna við óhóflegum sveiflum fjármagns inn og út úr landinu, t.d í formi gjalds á fjármagnsflutninga (Tobin-skatts) eða bindiskyldu á erlenda fjármögnun. 5. Tímabundnar takmarkanir á aukningu erlendra eigna lífeyrissjóðanna til að draga úr þrýstingi á krónuna. Stjórnvöld höfðu ekki samráð við ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, um hvort þessar reglur samrýmast skuldbindingum Íslands á grundvelli EES-samningsins en forseti ESA hefur staðfest að ekki hafi verið óskað eftir áliti stofnunarinnar á reglunum, en þess skal getið að þær eru enn í tillöguformi og geta því hæglega verið endurskoðaðar þegar kemur að afnámi haftanna.Gjaleyrishöftin samrýmast EES-samningnum Ísland er með undanþágu frá ESA vegna gjaldeyrishaftanna en frjálst flæði fjármagns er hluti af fjórfrelsinu og ein af grunnstoðum EES-samningsins. Með dómi EFTA-dómstólsins í máli Pálma Sigmarssonar gegn Seðlabanka Íslands frá 2011 var því slegið föstu að gjaldeyrishöftin brytu ekki gegn skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum vegna þess ástands sem skapaðist hér í bankahruninu þegar gjaldmiðillinn hrundi í verði. Dómstóllinn fjallaði um þaði í forsendum sínum að alvarlegar aðstæður hefðu skapast á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins síðla árs 2008. Við þessar aðstæður væru uppfyllt efnisleg skilyrði fyrir því að grípa til verndarráðstafana samkvæmt 2. og 4. mgr. 43. gr. EES-samningsins. Umgjörð krónunnar styrkt án þess að liggi fyrir að slík umgjörð sé lögmæt Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar telur það afar gagnrýnivert að stjórnvöld hafi ekki haft samráð við ESA áður en þessar tillögur um varúðarreglur voru kynntar í skýrslu fjármálaráðherra en hann segir það endurspegla stefnuleysi ríkisstjórnarinnar við afnám haftanna. Slíta eigi viðræðum við ESB og styrkja umgjörð undir krónuna eftir höft en ekkert sé kannað hvort slík umgjörð samrýmist skuldbindingum Íslands gagnvart EES-samningnum. Árni Páll segir ljóst að ekki sé hægt að hafa höftin endalaust en tillögurnar felist í gjaldeyrishöftum í ákveðinni mynd. Hann segir að ábyrg vinnubrögð stjórnvalda hefðu falist í samráði við ESA. Varúðarreglurnar sem taka eigi við eftir höft séu íþyngjandi fyrir útlendinga og skerði frelsi í fjármagnsflutningum. Oda Helen Sletnes, forseti ESA, hafði ekki tök á viðtali í dag þegar eftir því var leitað. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Íslensk stjórnvöld höfðu ekki samráð við ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, um mótun varúðarreglna í gjaldeyrismálum sem taka eiga við eftir afnám gjaldeyrishafta. Formaður stærsta stjórnarandstöðu-flokksins gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í málinu. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram á Alþingi á dögunum skýrslu um afnám gjaldeyrishafta. Í skýrslunni eru tíundaðar tillögur sem Seðlabanki Íslands lagði fram fyrir ári síðan um varúðarreglur sem taka við eftir að höftunum hefur verið aflétt. Um er að ræða svona mýkri útgáfu af gjaldeyrishöftunum.Tillögurnar eru: 1. Að settar verði reglur um laust fé og gjaldeyrissjöfnuð til að draga úr gjalddagamisræmi í erlendum gjaldmiðlum. 2. Að settar verði takmarkanir á söfnun innlána erlendis 3. Að settar verði takmarkanir eða bann við við gjaldeyrislánum til svokallaðra óvarinna aðila. 4. Að komið verði á fót stýritækjum til að sporna við óhóflegum sveiflum fjármagns inn og út úr landinu, t.d í formi gjalds á fjármagnsflutninga (Tobin-skatts) eða bindiskyldu á erlenda fjármögnun. 5. Tímabundnar takmarkanir á aukningu erlendra eigna lífeyrissjóðanna til að draga úr þrýstingi á krónuna. Stjórnvöld höfðu ekki samráð við ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, um hvort þessar reglur samrýmast skuldbindingum Íslands á grundvelli EES-samningsins en forseti ESA hefur staðfest að ekki hafi verið óskað eftir áliti stofnunarinnar á reglunum, en þess skal getið að þær eru enn í tillöguformi og geta því hæglega verið endurskoðaðar þegar kemur að afnámi haftanna.Gjaleyrishöftin samrýmast EES-samningnum Ísland er með undanþágu frá ESA vegna gjaldeyrishaftanna en frjálst flæði fjármagns er hluti af fjórfrelsinu og ein af grunnstoðum EES-samningsins. Með dómi EFTA-dómstólsins í máli Pálma Sigmarssonar gegn Seðlabanka Íslands frá 2011 var því slegið föstu að gjaldeyrishöftin brytu ekki gegn skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum vegna þess ástands sem skapaðist hér í bankahruninu þegar gjaldmiðillinn hrundi í verði. Dómstóllinn fjallaði um þaði í forsendum sínum að alvarlegar aðstæður hefðu skapast á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins síðla árs 2008. Við þessar aðstæður væru uppfyllt efnisleg skilyrði fyrir því að grípa til verndarráðstafana samkvæmt 2. og 4. mgr. 43. gr. EES-samningsins. Umgjörð krónunnar styrkt án þess að liggi fyrir að slík umgjörð sé lögmæt Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar telur það afar gagnrýnivert að stjórnvöld hafi ekki haft samráð við ESA áður en þessar tillögur um varúðarreglur voru kynntar í skýrslu fjármálaráðherra en hann segir það endurspegla stefnuleysi ríkisstjórnarinnar við afnám haftanna. Slíta eigi viðræðum við ESB og styrkja umgjörð undir krónuna eftir höft en ekkert sé kannað hvort slík umgjörð samrýmist skuldbindingum Íslands gagnvart EES-samningnum. Árni Páll segir ljóst að ekki sé hægt að hafa höftin endalaust en tillögurnar felist í gjaldeyrishöftum í ákveðinni mynd. Hann segir að ábyrg vinnubrögð stjórnvalda hefðu falist í samráði við ESA. Varúðarreglurnar sem taka eigi við eftir höft séu íþyngjandi fyrir útlendinga og skerði frelsi í fjármagnsflutningum. Oda Helen Sletnes, forseti ESA, hafði ekki tök á viðtali í dag þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira