Ekkert greitt fyrir símtöl og SMS Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2014 22:54 Vísir/Vilhelm/Daníel Vodafone hefur hleypt af stokkunum þjónustu þar sem notendur greiða eingöngu fyrir gagnamagnsnotkun í farsíma en ekkert fyrir símtöl og SMS. Samkvæmt tilkynningu byggir þessi þjónusta á nýrri hugmyndafræði í farsímanotkun. Síminn er einnig byrjaður að veita sambærilega þjónustu. „Einu gildir hvort viðskiptavinir hringja eða senda SMS skilaboð innan kerfis Vodafone eða til viðskiptavina annarra símafyrirtækja - ekki er greitt fyrir notkunina og því geta viðskiptavinir talað eins mikið og sent eins mörg SMS og þeir vilja,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að með tilkomu snjallsíma hafi farsímaþjónusta almennings breyst mikið á fáeinum árum.Blasið hafi við um nokkurt skeið, að farsímaþjónusta framtíðarinnar muni fyrst og fremst snúast um gagnaflutninga. „Sá tími er ekki kominn, en með þjónustuleiðinni Vodafone RED stígur Vodafone stórt skref í að auðvelda viðskiptavinum umskiptin sem eru framundan og tryggir í leiðinni gagnsæi og fyrirsjáanlegan kostnað“ Samhliða þessari þjónustu kynnir fyrirtækið ýmsar öryggislausnir en ein þeirra kallast Vodafone Cloud. Þar er um að ræða hýsingu á gögnum eins og ljósmyndum og tónlist í vottuðu umhverfi á vegum Vodafone Group. „Gögnin eru aðgengileg notendun úr tölvunni sinni, snjallsímanum eða spjaldtölvunni þegar þeim hentar. Þá er boðið upp á vírusvörn fyrir farsímann og ýmsar aðrar öryggisnýjungar.“ Síminn býður einnig upp á nýjar áskriftarleiðir sem eru hannaðar fyrir snjallsíma. Verðið á símreikningnum ræðst af gagnamagninu sem keypt er en lengd og fjöldi símtala og sms-skilaboða hættir að skipta máli. Orri Hauksson, forstjóri Símans, telur að nýjar áskriftarleiðir muni breyta landslagi fjarskiptamarkaðarins á Íslandi til frambúðar. „Aukinn fyrirsjáanleiki einfaldar viðskiptavinum að fylgjast með reikningnum og vangaveltur um hvað mínútan kostar hætta. Gömlu pakkarnir verða enn í boði en til lengri tíma litið held ég að mínútur sem einingar á símreikningnum muni hverfa,“ segir Orri. Gagnamagnið mun ráða verðinu, hægt verður að kaupa pakka á 5.990 til 8.990 krónum og greitt verður fyrir umframgagnamagn. „Viðskiptavinir fá að vita þegar þeir eru komnir að hámarkinu. Það fer svo eftir notkun og mynstri hvers og eins, hversu mikið fólk halar niður efni, hve stóran pakka það þarf.“ Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Vodafone hefur hleypt af stokkunum þjónustu þar sem notendur greiða eingöngu fyrir gagnamagnsnotkun í farsíma en ekkert fyrir símtöl og SMS. Samkvæmt tilkynningu byggir þessi þjónusta á nýrri hugmyndafræði í farsímanotkun. Síminn er einnig byrjaður að veita sambærilega þjónustu. „Einu gildir hvort viðskiptavinir hringja eða senda SMS skilaboð innan kerfis Vodafone eða til viðskiptavina annarra símafyrirtækja - ekki er greitt fyrir notkunina og því geta viðskiptavinir talað eins mikið og sent eins mörg SMS og þeir vilja,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að með tilkomu snjallsíma hafi farsímaþjónusta almennings breyst mikið á fáeinum árum.Blasið hafi við um nokkurt skeið, að farsímaþjónusta framtíðarinnar muni fyrst og fremst snúast um gagnaflutninga. „Sá tími er ekki kominn, en með þjónustuleiðinni Vodafone RED stígur Vodafone stórt skref í að auðvelda viðskiptavinum umskiptin sem eru framundan og tryggir í leiðinni gagnsæi og fyrirsjáanlegan kostnað“ Samhliða þessari þjónustu kynnir fyrirtækið ýmsar öryggislausnir en ein þeirra kallast Vodafone Cloud. Þar er um að ræða hýsingu á gögnum eins og ljósmyndum og tónlist í vottuðu umhverfi á vegum Vodafone Group. „Gögnin eru aðgengileg notendun úr tölvunni sinni, snjallsímanum eða spjaldtölvunni þegar þeim hentar. Þá er boðið upp á vírusvörn fyrir farsímann og ýmsar aðrar öryggisnýjungar.“ Síminn býður einnig upp á nýjar áskriftarleiðir sem eru hannaðar fyrir snjallsíma. Verðið á símreikningnum ræðst af gagnamagninu sem keypt er en lengd og fjöldi símtala og sms-skilaboða hættir að skipta máli. Orri Hauksson, forstjóri Símans, telur að nýjar áskriftarleiðir muni breyta landslagi fjarskiptamarkaðarins á Íslandi til frambúðar. „Aukinn fyrirsjáanleiki einfaldar viðskiptavinum að fylgjast með reikningnum og vangaveltur um hvað mínútan kostar hætta. Gömlu pakkarnir verða enn í boði en til lengri tíma litið held ég að mínútur sem einingar á símreikningnum muni hverfa,“ segir Orri. Gagnamagnið mun ráða verðinu, hægt verður að kaupa pakka á 5.990 til 8.990 krónum og greitt verður fyrir umframgagnamagn. „Viðskiptavinir fá að vita þegar þeir eru komnir að hámarkinu. Það fer svo eftir notkun og mynstri hvers og eins, hversu mikið fólk halar niður efni, hve stóran pakka það þarf.“
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira