Dagur: Farið með leikmenn eins og í kjötvinnslu Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2014 12:30 Dagur Sigurðsson bendir á afleiðingar aukins leikjaálags. Vísir/Gety Dagur Sigurðsson, þjálfari 1. deildar liðsins Füchse Berlín, er í ítarlegu viðtali við handboltavefinn Handball-World.com þar sem hann ræðir gífurlegt leikjaálag í íþróttinni. Bestu leikmenn heims geta verið að spila allt að 80 leiki á ári í deild, bikar, Evrópukeppnum auk landsleikja. Þetta leiðir til fleiri meiðsla og hefur vefurinn tekið saman 20 nokkuð alvarleg og mjög alvarleg meiðsli innan herbúða fimm efstu liða þýsku deildarinnar undanfarin tvö ár. „Það voru einfaldlega færri leikir. Evrópumót landsliða hefur t.d. aðeins verið til í 20 ár. Leikjaálagið var ekki jafnmikið í þá daga,“ segir Dagur aðspurður hver munurinn er á handboltanum í dag og þegar hann var upp á sitt besta. „Það eru margir hlutir sem hafa gerst. Evrópumótið varð til 1994 og leikurinn hefur orðið mun hraðari síðan hröð miðja var tekin upp. Síðan hafa bæst við keppnir eins og Meistaradeildin og heimsmeistarakeppni félagsliða. Og nú, 20 árum síðar, sjáum við afleiðingarnar. Þetta er ekki lengur mannlegt. Þetta líkist kjötvinnslu,“ segir Dagur. Hann bendir á að leikjaálagið verði til þess að stórstjörnur dragi sig út úr landsliðinu vegna álags eða geta einfaldlega ekki verið með á stórmótum eða í mikilvægum leikjum vegna meiðsla. Við Íslendingar þekkjum þetta vel en Alexander Petersson var ekki með á EM vegna meiðsla svo dæmi sé tekið. „Það eru mun fleiri sem melda sig ekki í landsliðið lengur. Hjá Þýskalandi hefur undanfarið vantað Johannes Bitter, Christian Zeitz, Pascal Hens og Holger Glandorf og Danir voru án Nikolaj Markussens og Rasmusar Lauge á EM,“ segir Dagur Sigurðsson. Handbolti Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari 1. deildar liðsins Füchse Berlín, er í ítarlegu viðtali við handboltavefinn Handball-World.com þar sem hann ræðir gífurlegt leikjaálag í íþróttinni. Bestu leikmenn heims geta verið að spila allt að 80 leiki á ári í deild, bikar, Evrópukeppnum auk landsleikja. Þetta leiðir til fleiri meiðsla og hefur vefurinn tekið saman 20 nokkuð alvarleg og mjög alvarleg meiðsli innan herbúða fimm efstu liða þýsku deildarinnar undanfarin tvö ár. „Það voru einfaldlega færri leikir. Evrópumót landsliða hefur t.d. aðeins verið til í 20 ár. Leikjaálagið var ekki jafnmikið í þá daga,“ segir Dagur aðspurður hver munurinn er á handboltanum í dag og þegar hann var upp á sitt besta. „Það eru margir hlutir sem hafa gerst. Evrópumótið varð til 1994 og leikurinn hefur orðið mun hraðari síðan hröð miðja var tekin upp. Síðan hafa bæst við keppnir eins og Meistaradeildin og heimsmeistarakeppni félagsliða. Og nú, 20 árum síðar, sjáum við afleiðingarnar. Þetta er ekki lengur mannlegt. Þetta líkist kjötvinnslu,“ segir Dagur. Hann bendir á að leikjaálagið verði til þess að stórstjörnur dragi sig út úr landsliðinu vegna álags eða geta einfaldlega ekki verið með á stórmótum eða í mikilvægum leikjum vegna meiðsla. Við Íslendingar þekkjum þetta vel en Alexander Petersson var ekki með á EM vegna meiðsla svo dæmi sé tekið. „Það eru mun fleiri sem melda sig ekki í landsliðið lengur. Hjá Þýskalandi hefur undanfarið vantað Johannes Bitter, Christian Zeitz, Pascal Hens og Holger Glandorf og Danir voru án Nikolaj Markussens og Rasmusar Lauge á EM,“ segir Dagur Sigurðsson.
Handbolti Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira