Viðskipti innlent

Lífeyrisgreiðslur jukust um milljarð

Haraldur Guðmundsson skrifar
Tekjur af fjárfestingum LV voru 42 milljarðar króna og eignir alls 454 milljarðar.
Tekjur af fjárfestingum LV voru 42 milljarðar króna og eignir alls 454 milljarðar. Vísir/Valli
Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) greiddi um níu milljarða króna í lífeyri á árinu 2013, um milljarði hærra en árið áður. Þetta er hækkun um 13 prósent en lífeyrisþegar voru um 12.200, 7,5 prósentum fleiri en árið 2012, samkvæmt tilkynningu LV.

Þar segir að ávöxtun sjóðsins á árinu 2013 var 10,2 prósent. Hrein raunávöxtun var 6,3 prósent. Tekjur af fjárfestingum voru 42 milljarðar króna og eignir alls 454 milljarðar. Tryggingafræðileg staða sjóðsins í árslok 2013 er jákvæð sem nemur 0,9%.

Góð afkoma sjóðsins á árinu 2013, jákvæð tryggingafræðileg staða og tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins verða meginefni ársfundar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, en fundurinn er haldinn í dag, 17. mars, á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 18.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×