Viðskipti innlent

Spá hækkun neysluverðs í mars

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Greining Íslandsbanka spáir í Morgunkorni sínu að vísitala neysluverðs, eða VNV, muni hækka um 0,3 prósent. Gangi sú spá eftir mun verðbólga hækka lítillega, eða úr 2,1 prósenti í 2,2. Þó verður verðbólgan samkvæmt spánni áfram undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans.

Einnig segir í Morgunkorninu að verðbólguhorfur fyrir yfirstandandi ár séu allgóðar og útlit sé fyrir að verðbólga verði við 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í árslok.

„Í kjölfarið gerum við ráð fyrir að verðbólga aukist að nýju samhliða vaxandi umsvifum í hagkerfinu, þó þannig að verðbólgan verði töluvert minni en hún hefur að jafnaði verið undanfarin ár.“

Í Morgunkorninu segir að útsölulok og íbúðaverð séu helstu hækkunarvaldarnir. Á móti komi að eldsneytisverð hafi lækkað um ríflega 2 prósent, bæði vegna styrkingu krónunnar gagnvart dollar og lækkunar á eldsneytisverði á heimsmarkaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×