Innlent

Auðugasta fólk veraldar

Birta Björnsdóttir skrifar
85 auðugustu einstaklingar heims eiga jafn mikið og 3,5 milljarðar fátækustu íbúa jarðar.
85 auðugustu einstaklingar heims eiga jafn mikið og 3,5 milljarðar fátækustu íbúa jarðar.
Tímaritið Forbes hefur nú birt árlegan lista sinn yfir auðugustu íbúa jarðarinnar.

Bill Gates er í efsta sæti listans og hefur verið þar fastagestur undanfarin tuttugu ár. Hann er einnig þess heiðurs aðnjótandi að vera sá einstaklingur í heiminum sem gefur hæstu upphæðirnar til góðgerðarmála.

Í öðru sæti var Carlos Slim, framkvæmdastjóra samskiptafyrirtækjanna Telmex og América Mobil. Hann þénar um 30 milljón dollara á dag, en það tæki manneskju á lágmarkslaunum í Bandaríkjunum 472 ár að vinna sér inn viðlíka upphæð.

Þriðji ríkasti maður heims er Spánverjinn Amancio Ortega, eigandi fatakeðjunnar Zara og í fjórða sæti er bandaríski fjárfestirinn WarrenBuffet.

Þess má að lokum geta 85 auðugustu einstaklingar heims eiga jafn mikið og 3,5 milljarðar fátækustu íbúa jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×