Viðskipti innlent

Töluverð fríðindi fylgja starfi hjá Plain Vanilla

Samúel Karl Ólason skrifar
Nýir starfsmenn Plain Vanilla.
Nýir starfsmenn Plain Vanilla. Mynd/Aðsend
Fjóra daga vikunnar eldar kokkur frá Argentínu steikhúsi hádegismat fyrir starfsmenn Plain Vanilla. Á föstudögum er farið í hádegismat á veitingastað í boði fyrirtækisins. Þetta er meðal fríðinda sem starfsmenn fyrirtækisins hafa.Þar að auki fá starfsmennirnir allar þær Apple vörur sem þeir þurfa, eins og tölvur og síma. Einnig fá þeir ókeypis líkamsræktarkort og eins mikla kókómjólk og ávexti sem þeir geta í sig látið í vinnunni.Í tilkynningu frá Plain Vanilla segir að markmið fyrirtækisins sé að vera skemmtilegasti vinnustaður í heimi. Fjölmargir klúbbar séu starfandi innan fyrirtækisins eins og Ray Ban klúbbur og brenniboltaklúbbur. Þá séu reglulega haldnir þemadagar í vinnunni.Starfsmönnum fyrirtækisins hefur fjölgað hratt frá því að spurningaleikurinn QuizUp kom út í nóvember í fyrra. Í byrjun þessa árs hófu tíu nýir starfsmenn störf hjá Plain Vanilla:Árni Birgisson, Árni Hermann Reynisson, Ásgeir Berg Matthíasson, Berglind Sigurðardóttir, Dana Rún Hákonardóttir, Grétar Þór Sigurðsson, Ingunn Guðmundsdóttir, Sigmar Sigfússon, Sigurður Jónsson og Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir.Þó eru þessi tíu einungis hluti þeirra sem nýlega hófu störf hjá fyrirtækinu. lok síðasta árs hófu meðal annars störf hjá fyrirtækinu þau Birta Svavarsdóttir, Stígur Helgason, Friðrik Már Jónsson, Guðfinnur Sveinsson, Júlía Hermannsdóttir og Stefanía Bjarney Ólafsdóttir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.