Sundsvall gerði góða ferð til Borås í sænsku úrvalsdeildinni í dag og vann þrettán stiga sigur, 74-61.
Hlynur Bæringsson var stigahæstur í liði Sundsvall Dragons með sautján stig en hann tók þar að auki átta fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.
Jakob Sigurðarson skoraði þrettán stig, gaf sex stoðsendingar og tók fjögur fráköst auk þess að stela boltanum fórum sinnum. Ægir Þór Steinarsson skoraði svo þrjú stig.
Sundsvall er sem fyrr í fjórða sæti deildarinnar með 40 stig en Borås er í öðru sæti með 52 stig.

