Veidneshöfn gæti orðið fyrirmynd Gunnólfsvíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2014 11:15 Svona á olíuhöfnin í Veidnes í Norður-Noregi að líta út. Teikning/Statoil. Tillaga Statoil að nýrri olíuhöfn í Norður-Noregi er athyglisverð fyrir Íslendinga. Sambærileg lausn í Gunnólfsvík í Finnafirði gæti orðið meðal þeirra sem kæmu til umræðu á Íslandi, finnist olía í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu. Statoil áformar að reisa olíumiðstöðina á Veidnes utan við Honningsvåg, nyrsta bæ Noregs, og á hún að vera tilbúin árið 2018. Henni er ætlað að taka við olíu frá Skrugård-svæðinu í Barentshafi, en olíulindin sem þar fannst árið 2011 er talin með þeim stærstu á landgrunni Noregs. Statoil er rekstraraðili svæðisins með 50% hlut, ítalska félagið ENI á 30% og norska ríkisolíufélagið Petoro 20%. Rétt eins og Drekasvæðið er Skrugård-svæðið mjög langt úti í hafi. Engu að síður gera áform Statoil ráð fyrir að leggja 280 kílómetra langa olíuleiðslu á hafsbotni til lands. Til samanburðar má geta þess að vegalengd frá Langanesi að væntanlegum leitarsvæðum á Drekanum er 300-400 kílómetrar.Fljótandi vinnslupallur og mannvirki á hafsbotni dæla olíunni um neðansjávarleiðslu til Norður-Noregs.Teikning/StatoilFljótandi borpallur yrði hafður á Skrugård-svæðinu tengdur neðansjávarmannvirkjum á 380 metra dýpi á hafsbotni. Þaðan yrði olíunni dælt um neðansjávarlögnina alla leið til fastalands Noregs, að móttökuhöfn á Veidnes. Þar yrðu 40-60 störf. Tveir stórir olíugeymar, sem sprengdir yrðu inn í fjall við höfnina, tækju við olíunni. Þaðan yrði henni dælt um borð í olíuskip, sem flyttu hana áfram til olíuhreinsistöðva. Olíumagnið upp úr lindinni er áætlað um 200 þúsund tunnur á dag og er miðað við að 50 til 100 olíuskip komi á ári til að sækja hana.Kristina Hansen frá Færeyjum, bæjarstjóri Nordkapp, fagnar með aðstoðarforstjóra Statoil, Oystein Michelsen, þegar valið á Veidnes var kynnt á síðasta ári.Mynd/Statoil.Sveitarstjórnarmenn í Norður-Noregi, undir forystu Færeyingsins Kristinu Hansen, bæjarstjóra Nordkapp, fögnuðu mjög þegar áform Statoil voru kynnt í fyrra. Sveitarfélög ásamt fyrirtækjum og stofnunum í nyrstu héruðum Noregs, standa saman að hagsmunasamtökum til að þrýsta á að nýfundnar olíulindir í Barentshafi leiði til þess að samfélögin þar fái sneið af kökunni í formi atvinnuuppbyggingar. Þar hefur tækniþróun í sjávarútvegi valdið því að störf hafa tapast en aukning í ferðaþjónustu hefur ekki náð að vega það upp. Finnist olía á Drekasvæðinu er alls óvíst að hún komi á land á Íslandi. Forstjóri Faroe Petroleum, eins sérleyfishafans, sagði í fyrra að lausn með fljótandi mannvirkjum væri líklegust. Fljótandi vinnsluskip yrði þá staðsett á svæðinu og þangað kæmu olíuskip að sækja olíuna. Reynist olíulindir stórar telja sérfræðingar hins vegar líklegra að neðansjávarleiðsla til lands verði valin.Neðansjávarleiðslan frá Skrugård til Veidnes verður 280 kílómetra löng.Statoil stefnir að endanlegri ákvörðun um leiðslu frá Skrugård-svæðinu í sumar en lausn með fljótandi vinnslumannvirkjum er ekki útilokuð. Félagið hefur notað málið til að þrýsta á nýju hægri stjórnina í Noregi að endurskoða skattabreytingar fyrri ríkisstjórnar sem fólust í minni endurgreiðslum vegna fjárfestinga, sem kæmu á móti 77 prósenta skattheimtu norska ríkisins af olíuvinnslunni. Þá hafa nýlegar viðbótarboranir í leit að fleiri lindum í nágrenni Skrugård valdið vonbrigðum. Svæðið hefur nú fengið nýtt nafn og kallast Johan Castberg, eftir norskum teiknara og listmálara, sem málaði meðal annars Sophiu Loren og Audrey Hepburn. Tengdar fréttir Olían gæti þurrkað út skuldir Íslendinga Norska "Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. 16. febrúar 2014 10:37 Olíulindin Bergþóra afmörkuð á Dreka Sérfræðingar Eykons Energy hafa afmarkað líklega olíulind á Drekasvæðinu sem þeir kalla Bergþóru. 30. janúar 2014 18:45 Svona ná þeir olíunni upp innan átta ára Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga. 7. janúar 2013 18:45 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Tillaga Statoil að nýrri olíuhöfn í Norður-Noregi er athyglisverð fyrir Íslendinga. Sambærileg lausn í Gunnólfsvík í Finnafirði gæti orðið meðal þeirra sem kæmu til umræðu á Íslandi, finnist olía í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu. Statoil áformar að reisa olíumiðstöðina á Veidnes utan við Honningsvåg, nyrsta bæ Noregs, og á hún að vera tilbúin árið 2018. Henni er ætlað að taka við olíu frá Skrugård-svæðinu í Barentshafi, en olíulindin sem þar fannst árið 2011 er talin með þeim stærstu á landgrunni Noregs. Statoil er rekstraraðili svæðisins með 50% hlut, ítalska félagið ENI á 30% og norska ríkisolíufélagið Petoro 20%. Rétt eins og Drekasvæðið er Skrugård-svæðið mjög langt úti í hafi. Engu að síður gera áform Statoil ráð fyrir að leggja 280 kílómetra langa olíuleiðslu á hafsbotni til lands. Til samanburðar má geta þess að vegalengd frá Langanesi að væntanlegum leitarsvæðum á Drekanum er 300-400 kílómetrar.Fljótandi vinnslupallur og mannvirki á hafsbotni dæla olíunni um neðansjávarleiðslu til Norður-Noregs.Teikning/StatoilFljótandi borpallur yrði hafður á Skrugård-svæðinu tengdur neðansjávarmannvirkjum á 380 metra dýpi á hafsbotni. Þaðan yrði olíunni dælt um neðansjávarlögnina alla leið til fastalands Noregs, að móttökuhöfn á Veidnes. Þar yrðu 40-60 störf. Tveir stórir olíugeymar, sem sprengdir yrðu inn í fjall við höfnina, tækju við olíunni. Þaðan yrði henni dælt um borð í olíuskip, sem flyttu hana áfram til olíuhreinsistöðva. Olíumagnið upp úr lindinni er áætlað um 200 þúsund tunnur á dag og er miðað við að 50 til 100 olíuskip komi á ári til að sækja hana.Kristina Hansen frá Færeyjum, bæjarstjóri Nordkapp, fagnar með aðstoðarforstjóra Statoil, Oystein Michelsen, þegar valið á Veidnes var kynnt á síðasta ári.Mynd/Statoil.Sveitarstjórnarmenn í Norður-Noregi, undir forystu Færeyingsins Kristinu Hansen, bæjarstjóra Nordkapp, fögnuðu mjög þegar áform Statoil voru kynnt í fyrra. Sveitarfélög ásamt fyrirtækjum og stofnunum í nyrstu héruðum Noregs, standa saman að hagsmunasamtökum til að þrýsta á að nýfundnar olíulindir í Barentshafi leiði til þess að samfélögin þar fái sneið af kökunni í formi atvinnuuppbyggingar. Þar hefur tækniþróun í sjávarútvegi valdið því að störf hafa tapast en aukning í ferðaþjónustu hefur ekki náð að vega það upp. Finnist olía á Drekasvæðinu er alls óvíst að hún komi á land á Íslandi. Forstjóri Faroe Petroleum, eins sérleyfishafans, sagði í fyrra að lausn með fljótandi mannvirkjum væri líklegust. Fljótandi vinnsluskip yrði þá staðsett á svæðinu og þangað kæmu olíuskip að sækja olíuna. Reynist olíulindir stórar telja sérfræðingar hins vegar líklegra að neðansjávarleiðsla til lands verði valin.Neðansjávarleiðslan frá Skrugård til Veidnes verður 280 kílómetra löng.Statoil stefnir að endanlegri ákvörðun um leiðslu frá Skrugård-svæðinu í sumar en lausn með fljótandi vinnslumannvirkjum er ekki útilokuð. Félagið hefur notað málið til að þrýsta á nýju hægri stjórnina í Noregi að endurskoða skattabreytingar fyrri ríkisstjórnar sem fólust í minni endurgreiðslum vegna fjárfestinga, sem kæmu á móti 77 prósenta skattheimtu norska ríkisins af olíuvinnslunni. Þá hafa nýlegar viðbótarboranir í leit að fleiri lindum í nágrenni Skrugård valdið vonbrigðum. Svæðið hefur nú fengið nýtt nafn og kallast Johan Castberg, eftir norskum teiknara og listmálara, sem málaði meðal annars Sophiu Loren og Audrey Hepburn.
Tengdar fréttir Olían gæti þurrkað út skuldir Íslendinga Norska "Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. 16. febrúar 2014 10:37 Olíulindin Bergþóra afmörkuð á Dreka Sérfræðingar Eykons Energy hafa afmarkað líklega olíulind á Drekasvæðinu sem þeir kalla Bergþóru. 30. janúar 2014 18:45 Svona ná þeir olíunni upp innan átta ára Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga. 7. janúar 2013 18:45 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Olían gæti þurrkað út skuldir Íslendinga Norska "Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. 16. febrúar 2014 10:37
Olíulindin Bergþóra afmörkuð á Dreka Sérfræðingar Eykons Energy hafa afmarkað líklega olíulind á Drekasvæðinu sem þeir kalla Bergþóru. 30. janúar 2014 18:45
Svona ná þeir olíunni upp innan átta ára Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga. 7. janúar 2013 18:45
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent