Skýrsla um sparisjóði til Alþingis innan mánaðar Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2014 09:37 Vísir/GVA/Valgarður „Miðað við upplýsingar frá rannsóknarnefndinni er fastlega gert ráð fyrir að nefndin skili Alþingi skýrslunni eigi síðar en innan mánaðar.“ Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Sigríðar Ingadóttur um skýrslu að aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna. Fram kemur í greinargerð með spurningunni að Alþingi hafi þann 10. júní 2011 samþykkt þingsályktun um gerð skýrslunnar og var gert ráð fyrir að henni yrði skilað fyrir 1. júní 2012. Nefndin hóf störf 27. september 2011 og hefur því verið að störfum í tæp tvö og hálft ár. Í greinargerð með svari Einars Kristins Guðfinnssonar, forseta Alþingis, segir að fljótlega hafi komið í ljós að verkefnaskrá nefndarinnar hafi verið umfangsmeiri, flóknari og tímafrekari en talið var í upphafi. Þá hafi verkefnið krafist mikillar aðkeyptrar sérfræðiþjónustu. Þá tók mikinn tíma að skipuleggja umfang rannsóknarvinnunnar vegna fjölda sparisjóða og stærðar þeirra. „Ljóst er að nefndinni voru sett of þröng tímamörk í ályktun Alþingis og því hafa væntingar um lengd rannsóknarinnar reynst óraunhæfar,“ segir í svarinu. Alþingi hefur komið þremur rannsóknarnefndum á fót síðan 2008 og hefur engri þeirra tekist að ljúka störfum á tilskildum tíma og kostnaður þeirra verið mun meiri en áætlað var. Því hefur forseti Alþingis falið lagaskrifstofu Alþingis að taka saman í greinargerð upplýsingar um reynsluna af störfum þeirra þriggja rannsóknarnefnda sem skipaðar hafa verið og meta framkvæmd laga um rannsóknarnefndir. Ályktun um að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd sem rannsaka eigi einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands, var samþykkt í nóvember 2012. Nefndin hefur þó ekki verið skipuð því niðurstaða forsætisnefndar var að ný rannsóknarnefnd tæki ekki til starfa fyrr en úttekt á störfum rannsóknarnefnda væri lokið. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
„Miðað við upplýsingar frá rannsóknarnefndinni er fastlega gert ráð fyrir að nefndin skili Alþingi skýrslunni eigi síðar en innan mánaðar.“ Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Sigríðar Ingadóttur um skýrslu að aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna. Fram kemur í greinargerð með spurningunni að Alþingi hafi þann 10. júní 2011 samþykkt þingsályktun um gerð skýrslunnar og var gert ráð fyrir að henni yrði skilað fyrir 1. júní 2012. Nefndin hóf störf 27. september 2011 og hefur því verið að störfum í tæp tvö og hálft ár. Í greinargerð með svari Einars Kristins Guðfinnssonar, forseta Alþingis, segir að fljótlega hafi komið í ljós að verkefnaskrá nefndarinnar hafi verið umfangsmeiri, flóknari og tímafrekari en talið var í upphafi. Þá hafi verkefnið krafist mikillar aðkeyptrar sérfræðiþjónustu. Þá tók mikinn tíma að skipuleggja umfang rannsóknarvinnunnar vegna fjölda sparisjóða og stærðar þeirra. „Ljóst er að nefndinni voru sett of þröng tímamörk í ályktun Alþingis og því hafa væntingar um lengd rannsóknarinnar reynst óraunhæfar,“ segir í svarinu. Alþingi hefur komið þremur rannsóknarnefndum á fót síðan 2008 og hefur engri þeirra tekist að ljúka störfum á tilskildum tíma og kostnaður þeirra verið mun meiri en áætlað var. Því hefur forseti Alþingis falið lagaskrifstofu Alþingis að taka saman í greinargerð upplýsingar um reynsluna af störfum þeirra þriggja rannsóknarnefnda sem skipaðar hafa verið og meta framkvæmd laga um rannsóknarnefndir. Ályktun um að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd sem rannsaka eigi einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands, var samþykkt í nóvember 2012. Nefndin hefur þó ekki verið skipuð því niðurstaða forsætisnefndar var að ný rannsóknarnefnd tæki ekki til starfa fyrr en úttekt á störfum rannsóknarnefnda væri lokið.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira