Körfubolti

Dómaranefnd kærir Magnús Þór

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur.
Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur. Vísir/Pjetur

Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið að senda inn kæru til aganefndar sambandsins vegna atviks sem átti sér stað í leik KR og Keflavíkur á mánudagskvöldið.

KR vann þá nauman sigur á Keflavík, 90-89, en um miðjan þriðja leikhluta fékk Brynjar Þór Björnsson, sem skoraði sigurkörfu KR, högg í andlitið frá Magnúsi Þór Gunnarssyni.

Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar, staðfesti í samtali við Vísi að nefndin hefði vísað málinu til aganefndar en Magnúsi var ekki refsað fyrir brotið í leiknum.

Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði við Vísi í gær að félagið ætlaði ekki að kæra atvikið en sagði að svona lagað ætti ekki að sjást á vellinum.

Magnús Þór birti í gær afsökunarbeiðni á heimasíðu Keflavíkur.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.