Viðskipti innlent

Nýherji annast hýsingu og rekstur SÁÁ

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Hilmar Þórarinn Hilmarsson frá Nýherja, Arnþór Jónsson, Magnús Einarsson og Ásgerður Th. Björnsdóttir frá S.Á.Á.
Hilmar Þórarinn Hilmarsson frá Nýherja, Arnþór Jónsson, Magnús Einarsson og Ásgerður Th. Björnsdóttir frá S.Á.Á. Vísir/Nýherji
Samtökin S.Á.Á hafa valið Nýherja til að annast hýsingu og rekstur tölvukerfa samtakanna. Þá var samið um kaup á Lenovo tölvum fyrir starfsemi S.Á.Á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýherja.

Samkvæmt samningi mun Nýherji annast hýsingu allra miðlægra gagna, hýsingu á kerfum, netlausnir og veitir alla almenna sérfræðiþjónustu til starfsmanna.

S.Á.Á hefur á liðnum árum unnið náið með sérfræðingum Nýherja í upplýsingatækni og tengdum lausnum fyrir samtökin, svo sem í prentþjónustu og rekstur á símkerfi.


„Með útvistun tölvukerfa er hægt að auka öryggi og tryggja aðgengi að sérfræðiþjónustu, en Nýherji leggur mikla áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina. Þá skapar útvistun fjárhagslegan ávinning því viðskiptavinir þurfa einungis að greiða fastan og fyrirsjáanlegan kostnað," segir Þorvaldur Þorláksson deildarstjóri Lausnasviðs Nýherja.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×