Viðskipti innlent

Framámenn íslensks viðskiptalífs á Viðskiptaþingi

Samúel Karl Ólason skrifar
Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs.
Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs. Vísir/Pjetur
Það var margt um manninn á hinu árlega Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands sem haldið var á Hilton í dag. Allir helstu forkólfar íslensk atvinnulífs og stjórnmála sátu þingið. Yfiorskrift þingsins að þessu sinni var: Open for business? - Uppbygging alþjóðageirans á Íslandi.

Fundarstjóri þingsins var Edda Hermannsdóttir. Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs í ræðu sinni að Íslendingar þyrftu nú sem aldrei fyrr að taka breytingum fagnandi og standa ekki í vegi fyrir þeim.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra tók einnig til máls en framsögurnar voru margar og áhugaverðar. Einnig voru pallborðsumræður um það hvort menntakerfið styðji við eflingu alþjóðageirans. 

Meðfylgjandi myndir tók Pjetur Sigurðsson.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×