Jón Arnór Stefánsson skoraði fimm stig á átján mínútum í 15 stiga sigri CAI Zaragoza gegn Bilbao Basket á heimavelli í spænsku deildinni í körfubolta. Með sigrinum komst Zaragoza upp í sjötta sæti deildarinnar.
Zaragoza náði forskotinu strax í fyrsta leikhluta með glæsilegum varnarleik og var staðan 17-4 eftir fyrsta leikhluta. Bilbao komst aftur inn í leikinn í öðrum leikhluta en Zaragoza setti fótinn aftur á bensíngjöfina í þriðja leikhluta og vann að lokum öruggan sigur.
Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Valladolid stóðu lengi vel í stórliði Real Madrid í gær en leikmenn Real sýndu gæði sín í fjórða leikhluta. Valladolid hefur aðeins unnið tvo leiki af átján á tímabilinu en geta eflaust tekið margt jákvætt úr leiknum í gær. Munurinn var aðeins þrjú stig í hálfleik en Real Madrid sýndi í seinni hálfleik hvers vegna liðið hefur unnið alla leiki sína á þessu tímabili. Hörður setti tvö stig og tók tvö fráköst í tapinu.
Jón Arnór spilaði í sigri

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

„Við viljum meira“
Fótbolti

KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn

Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn



