Harma að Wow air sjái sér ekki fært að efna til samkeppni Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2014 13:59 Isavia segist ekki koma að úthlutun afgreiðslutíma á Leifsstöð. „Við hörmum að WOW Air sjái sér ekki fært að efna til aukinnar samkeppni og nýta afgreiðslutíma sem félaginu voru úthlutaðir í samræmi við viðurkenndar aðferðir í starfsemi flugfélaga og flugvalla á alþjóðavísu. Isavia kýs ekki að eiga í deilum við viðskiptavini sína en bent skal á að ekki er hægt að úthluta sama afgreiðslutíma tvisvar,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia í yfirlýsingu sem Isavia sendi frá sér rétt í þessu. Björn Óli segir Isavia þegar hafa ráðist í stækkun flugstöðvarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli svo mæta megi aukinni eftirspurn. „Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi verði tekinn í notkun á næsta ári. Misskilningur er að ríkið komi að fjármögnun framkvæmda á Keflavíkurflugvelli. Notendur greiða,“ segir Björn.Skúli Mogsensen forstjóri Wow air sagði í samtali við Markaðinn í dag að Isavia hafi með þessu máli sýnt af sér vanhæfni í máli sem snýr að úthlutun komu- og brottfaratíma á Leifsstöð og með því að bregðast ekki við vanda Leifsstöðvar sem hann segir of litla til að geta tekið á móti öllum þeim ferðamönnum sem vilja koma til landsins. Isavia segir úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum fara eftir samræmdum evrópskum reglum sem lögfestar eru hérlendis. Óháður aðili annist úthlutun og samræmir afgreiðslutíma á upphafs- og endastöð hvers flugs. Isavia komi þannig ekki að úthlutun afgreiðslutíma og getur ekki haft afskipti af störfum samræmingarstjóra, enda er það óheimilt samkvæmt reglum. Isavia annast rekstur og uppbyggingu Keflavíkurfugvallar. Í yfirlýsingunni segir að eitt af helstu markmiðum í starfi félagsins sé að auka tíðni, og þar með samkeppni, í áætlunarflugi til og frá landinu. Til þess að ýta undir fjölgun flugleiða bjóði Isavia tímabundinn afslátt af lendingargjöldum samkvæmt sérsniðnu hvatakerfi. „Starfsmenn félagsins hafa undanfarin ár fundað með fjölmörgum flugfélögum til þess að kynna þjónustu flugvallarins og Ísland sem áfangastað. Markaðsstarfs félagsins hefur meðal annars skilað sér með þeim hætti að nú halda 17 flugfélög uppi áætlunarflugi til Íslands yfir sumarmánuðina og fimm til sex flugfélög allt árið. Til samanburðar voru fyrir 10 árum einungis sjö flugfélög með tímabundna áætlun og aðeins tvö með áætlun allt árið. Fullyrðingar um að Isavia stuðli ekki að samkeppni í áætlunarflugi eiga því ekki við rök að styðjast," segir í yfirlýsingunni. Isavia segir næga afgreiðslutíma í boði á Keflavíkurflugvelli utan einnar og hálfrar klukkustundar að morgni og síðdegis. „Fjöldi flugfélaga sem geta fengið úthlutað afgreiðslutíma á þessum tveimur háannatímum takmarkast af stærð flugstöðvarinnar og fjölda flugvélastæða við hana. Góður árangur hefur náðst í að auka nýtingu flugstöðvarinnar með dreifðri notkun. Frekari stækkun til aukinnar afkastagetu er mjög kostnaðarsöm,“ segir ennfremur í yfirlýsingu Isavia. Isavia segir Wow air ekki hafa nýtt sér samkeppnisákvæði í reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum veitir nýjum aðilum á tiltekinni flugleið forgang að helmingi nýrra og lausra afgreiðslutíma. „Isavia hefur áfrýjað ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að félaginu beri að hlutast til um störf óháðs samræmingarstjóra. Félagið telur ákvörðunina vera óeðlilegt inngrip í samræmdar EES-reglur og til þess fallin að skaðað samkeppni í flugi til og frá landinu og kunni að letja erlend flugfélög sökum þess að Samkeppniseftirlitið hygli flugfélögum á heimaflugvelli,“ segir að lokum í yfirlýsingunni. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
„Við hörmum að WOW Air sjái sér ekki fært að efna til aukinnar samkeppni og nýta afgreiðslutíma sem félaginu voru úthlutaðir í samræmi við viðurkenndar aðferðir í starfsemi flugfélaga og flugvalla á alþjóðavísu. Isavia kýs ekki að eiga í deilum við viðskiptavini sína en bent skal á að ekki er hægt að úthluta sama afgreiðslutíma tvisvar,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia í yfirlýsingu sem Isavia sendi frá sér rétt í þessu. Björn Óli segir Isavia þegar hafa ráðist í stækkun flugstöðvarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli svo mæta megi aukinni eftirspurn. „Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi verði tekinn í notkun á næsta ári. Misskilningur er að ríkið komi að fjármögnun framkvæmda á Keflavíkurflugvelli. Notendur greiða,“ segir Björn.Skúli Mogsensen forstjóri Wow air sagði í samtali við Markaðinn í dag að Isavia hafi með þessu máli sýnt af sér vanhæfni í máli sem snýr að úthlutun komu- og brottfaratíma á Leifsstöð og með því að bregðast ekki við vanda Leifsstöðvar sem hann segir of litla til að geta tekið á móti öllum þeim ferðamönnum sem vilja koma til landsins. Isavia segir úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum fara eftir samræmdum evrópskum reglum sem lögfestar eru hérlendis. Óháður aðili annist úthlutun og samræmir afgreiðslutíma á upphafs- og endastöð hvers flugs. Isavia komi þannig ekki að úthlutun afgreiðslutíma og getur ekki haft afskipti af störfum samræmingarstjóra, enda er það óheimilt samkvæmt reglum. Isavia annast rekstur og uppbyggingu Keflavíkurfugvallar. Í yfirlýsingunni segir að eitt af helstu markmiðum í starfi félagsins sé að auka tíðni, og þar með samkeppni, í áætlunarflugi til og frá landinu. Til þess að ýta undir fjölgun flugleiða bjóði Isavia tímabundinn afslátt af lendingargjöldum samkvæmt sérsniðnu hvatakerfi. „Starfsmenn félagsins hafa undanfarin ár fundað með fjölmörgum flugfélögum til þess að kynna þjónustu flugvallarins og Ísland sem áfangastað. Markaðsstarfs félagsins hefur meðal annars skilað sér með þeim hætti að nú halda 17 flugfélög uppi áætlunarflugi til Íslands yfir sumarmánuðina og fimm til sex flugfélög allt árið. Til samanburðar voru fyrir 10 árum einungis sjö flugfélög með tímabundna áætlun og aðeins tvö með áætlun allt árið. Fullyrðingar um að Isavia stuðli ekki að samkeppni í áætlunarflugi eiga því ekki við rök að styðjast," segir í yfirlýsingunni. Isavia segir næga afgreiðslutíma í boði á Keflavíkurflugvelli utan einnar og hálfrar klukkustundar að morgni og síðdegis. „Fjöldi flugfélaga sem geta fengið úthlutað afgreiðslutíma á þessum tveimur háannatímum takmarkast af stærð flugstöðvarinnar og fjölda flugvélastæða við hana. Góður árangur hefur náðst í að auka nýtingu flugstöðvarinnar með dreifðri notkun. Frekari stækkun til aukinnar afkastagetu er mjög kostnaðarsöm,“ segir ennfremur í yfirlýsingu Isavia. Isavia segir Wow air ekki hafa nýtt sér samkeppnisákvæði í reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum veitir nýjum aðilum á tiltekinni flugleið forgang að helmingi nýrra og lausra afgreiðslutíma. „Isavia hefur áfrýjað ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að félaginu beri að hlutast til um störf óháðs samræmingarstjóra. Félagið telur ákvörðunina vera óeðlilegt inngrip í samræmdar EES-reglur og til þess fallin að skaðað samkeppni í flugi til og frá landinu og kunni að letja erlend flugfélög sökum þess að Samkeppniseftirlitið hygli flugfélögum á heimaflugvelli,“ segir að lokum í yfirlýsingunni.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira