Segja sjóðinn ekki styðja kaupréttarkerfi hlutabréfa Elimar Hauksson skrifar 5. febrúar 2014 20:30 Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar fjölmiðlaumræðu um eignarhald sjóðsins í hlutafélögum. Þar kemur fram að sjóðurinn hafi fjárfest í hlutafé allra þeirra fyrirtækja sem hafi verið skráð í Kauphöllinni eftir hrun og sjóðurinn hafi í sumum tilvikum stutt menn til að taka sæti í stjórnum þessara félaga. Haft sé að leiðarljósi að hófs verði jafnan gætt varðandi kjör stjórnenda hvers og eins félags þannig að þau verði í góðu samræmi við íslenskan veruleika. Auk þess sé í mótun ítarleg og formleg stefna til viðbótar hefðbundinni fjárfestingastefnu sjóðsins varðandi starfskjör stjórnarmanna og stjórnenda fyrirtækja sem sjóðurinn eigi hlut í.Ásta Rut Jónasdóttir, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir sjóðinn ekki vera hlynntan kaupréttarkerfum hlutabréfa. „Við höfum gert þeim aðilum sem við styðjum til stjórnarsetu grein fyrir okkar stefnu. Við höfum barist gegn kaupréttarkerfum hlutabréfa, jafnvel þó það hafi ekki komist í fréttir. Það eru kannski einhver kaupaukakerfi sem við viljum ekki að banna en þau þurfa þá að vera skýr og takmörk á þeim,“ segir Ásta. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að hvað varði hlutafélagið N1, þá ætti að vera ljóst að sjóðurinn fylgi sem fyrr stefnu sinni hvað starfskjör stjórnenda varðar, en hafa verði í huga að áhrif sjóðsins takmarkist við 10% hlutafjáreign. Að undanförnu hafi birst í fjölmiðlum villandi upplýsingar um starfskjör forstjóra N1. Þá segir ennfremur að fjárfestingin í félaginu hafi reynst vera traust og hún hafi sjóðsfélögum lífeyrissjóðsins góða ávöxtun fjár síns. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar fjölmiðlaumræðu um eignarhald sjóðsins í hlutafélögum. Þar kemur fram að sjóðurinn hafi fjárfest í hlutafé allra þeirra fyrirtækja sem hafi verið skráð í Kauphöllinni eftir hrun og sjóðurinn hafi í sumum tilvikum stutt menn til að taka sæti í stjórnum þessara félaga. Haft sé að leiðarljósi að hófs verði jafnan gætt varðandi kjör stjórnenda hvers og eins félags þannig að þau verði í góðu samræmi við íslenskan veruleika. Auk þess sé í mótun ítarleg og formleg stefna til viðbótar hefðbundinni fjárfestingastefnu sjóðsins varðandi starfskjör stjórnarmanna og stjórnenda fyrirtækja sem sjóðurinn eigi hlut í.Ásta Rut Jónasdóttir, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir sjóðinn ekki vera hlynntan kaupréttarkerfum hlutabréfa. „Við höfum gert þeim aðilum sem við styðjum til stjórnarsetu grein fyrir okkar stefnu. Við höfum barist gegn kaupréttarkerfum hlutabréfa, jafnvel þó það hafi ekki komist í fréttir. Það eru kannski einhver kaupaukakerfi sem við viljum ekki að banna en þau þurfa þá að vera skýr og takmörk á þeim,“ segir Ásta. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að hvað varði hlutafélagið N1, þá ætti að vera ljóst að sjóðurinn fylgi sem fyrr stefnu sinni hvað starfskjör stjórnenda varðar, en hafa verði í huga að áhrif sjóðsins takmarkist við 10% hlutafjáreign. Að undanförnu hafi birst í fjölmiðlum villandi upplýsingar um starfskjör forstjóra N1. Þá segir ennfremur að fjárfestingin í félaginu hafi reynst vera traust og hún hafi sjóðsfélögum lífeyrissjóðsins góða ávöxtun fjár síns.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira