NBA í nótt: Durant hafði betur í baráttunni við James Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2014 09:00 Tveir bestu leikmenn NBA-deildarinnar áttust við í nótt en þar hafði Kevin Durant betur ásamt félögum sínum í Oklahoma City gegn LeBron James og meistaraliði Miami Heat. Durant skoraði 33 stig fyrir Oklahoma City sem lét slæma byrjun ekki slá sig af laginu. Miami komst snemma í átján stiga forystu, 22-4, en þá rönkuðu gestirnir við sér og skoruðu 87 stig gegn 53 næsta tvo og hálfan fjórðunginn. Þetta var níundi sigur Oklahoma City í röð en það munaði miklu um framlag þeirra Jeremy Lamb og Derek Fisher af bekknum en þeir voru samanlagt með 33 stig í leiknum. James var stigahæstur hjá Miami með 34 stig en Chris Bosh bætti við átján stigum og Dwyane Wade fimmtán. Oklahoma er með dágóða forystu á toppi vesturdeildarinnar en Miami er enn í öðru sæti austurdeildarinnar, þremur sigrum á eftir Indiana.Toronto er í þriðja sætinu eftir sigur á Orlando, 98-83. Kyle Lowry var með 33 stig og ellefu stoðsendingar og þá bætti Amir Johnson við 22 stigum auk þess að taka ellefu fráköst.San Antonio er enn í öðru sæti í vestrinu þrátt fyrir að hafa tapað sínum þriðja leik í röð, í þetta sinn fyrir Chicago, 96-86. Manu Ginobili, Kawhi Leonard, Danny Green og Tiago Splitter eru allir frá vegna meiðsla hjá liðinu.Philadelphia vann Boston, 95-94, þar sem Evan Turner tryggði gestunum sigur með sniðskoti um leið og leiktíminn rann út.Kris Humphries klikkaði á skoti fyrir Boston þegar tólf sekúndur voru eftir og Philadelphia gerði allt rétt í lokasókninni. Þetta var aðeins þriðji sigur liðsins í síðustu þrettán leikjum en Boston hefur nú tapað nítján af síðustu 22 leikjum sínum.Úrslit næturinnar: Miami - Oklahoma City 95-112 Toronto - Orlando 98-83 Atlanta - Detroit (frestað*) Boston - Philadelphia 94-95 Milwaukee - Phoenix 117-126 Minnesota - New Orleans 88-77 Dallas - Houston 115-117 Denver - Charlotte 98-101 San Antonio - Chicago 86-96 Sacramento - Memphis 89-99 LA Clippers - Washington 110-103 * Leiknum var frestað vegna slæms veðurs í Atlanta. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Sjá meira
Tveir bestu leikmenn NBA-deildarinnar áttust við í nótt en þar hafði Kevin Durant betur ásamt félögum sínum í Oklahoma City gegn LeBron James og meistaraliði Miami Heat. Durant skoraði 33 stig fyrir Oklahoma City sem lét slæma byrjun ekki slá sig af laginu. Miami komst snemma í átján stiga forystu, 22-4, en þá rönkuðu gestirnir við sér og skoruðu 87 stig gegn 53 næsta tvo og hálfan fjórðunginn. Þetta var níundi sigur Oklahoma City í röð en það munaði miklu um framlag þeirra Jeremy Lamb og Derek Fisher af bekknum en þeir voru samanlagt með 33 stig í leiknum. James var stigahæstur hjá Miami með 34 stig en Chris Bosh bætti við átján stigum og Dwyane Wade fimmtán. Oklahoma er með dágóða forystu á toppi vesturdeildarinnar en Miami er enn í öðru sæti austurdeildarinnar, þremur sigrum á eftir Indiana.Toronto er í þriðja sætinu eftir sigur á Orlando, 98-83. Kyle Lowry var með 33 stig og ellefu stoðsendingar og þá bætti Amir Johnson við 22 stigum auk þess að taka ellefu fráköst.San Antonio er enn í öðru sæti í vestrinu þrátt fyrir að hafa tapað sínum þriðja leik í röð, í þetta sinn fyrir Chicago, 96-86. Manu Ginobili, Kawhi Leonard, Danny Green og Tiago Splitter eru allir frá vegna meiðsla hjá liðinu.Philadelphia vann Boston, 95-94, þar sem Evan Turner tryggði gestunum sigur með sniðskoti um leið og leiktíminn rann út.Kris Humphries klikkaði á skoti fyrir Boston þegar tólf sekúndur voru eftir og Philadelphia gerði allt rétt í lokasókninni. Þetta var aðeins þriðji sigur liðsins í síðustu þrettán leikjum en Boston hefur nú tapað nítján af síðustu 22 leikjum sínum.Úrslit næturinnar: Miami - Oklahoma City 95-112 Toronto - Orlando 98-83 Atlanta - Detroit (frestað*) Boston - Philadelphia 94-95 Milwaukee - Phoenix 117-126 Minnesota - New Orleans 88-77 Dallas - Houston 115-117 Denver - Charlotte 98-101 San Antonio - Chicago 86-96 Sacramento - Memphis 89-99 LA Clippers - Washington 110-103 * Leiknum var frestað vegna slæms veðurs í Atlanta.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Sjá meira