Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova hlaut FKA viðurkenninguna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2014 19:39 FKA viðurkenninguna 2014 hlaut Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova. Vísir ræddi við Liv eftir athöfnina. Nova gengur gjarnan undir nafninu „stærsti skemmtistaður í heimi“. Fyrir tæpu ári hlaut Nova hæstu einkunn allra fyrirtækja á Íslandi í íslensku ánægjuvoginni þriðja árið í röð – og viðskiptavinir félagsins mældust þeir ánægðustu í farsímaþjónustu á Íslandi fjórða árið í röð. Um svipað leyti tók Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova við viðurkenningu sem Markaðsmaður ársins 2012. Aðspurð um galdurinn að baki þessum góða árangri segir Liv: „Það er liðsheildin og stemmningin sem hefur tekist að skapa innan fyrirtækisins – gleði, metnaður og löngun til að ná árangri. Við erum fyrst og fremst þjónustufyrirtæki og höfum gaman að því sem við erum að gera.“ Liv útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi og lauk prófi i viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1995. Á námsárunum var Liv dugleg að prófa nýja hluti rak til dæmis Stúdentakjallarann einn vetur ásamt félaga sínum, vann í hval í Hvalfirði eitt sumar, á sjúkrahúsinu á Siglufirði, var au-pair í Danmörku og Chicago, vann í Tyrklandi eitt sumar og i London í eitt ár. Árið 1998 hóf hún svo störf hjá Íslenska símafélaginu sem setti Tal á markað og hefur unnið á fjarskiptamarkaðnum allar götur síðan. Hún var framkvæmdastjóri markaðssviðs Vodafone við sameiningu Íslandssíma og Tals og vann síðan að því að setja lággjalda símafélagið SKO á markað.Árið 2006 vann Liv viðskiptaáætlun fyrir nýtt símafélag ásamt félaga sínum Jóakim Reynissyni; félag sem í dag ber heitið Nova og hefur 140 manns í vinnu.Liv segir að sér finnist upphafsár fyrirtækja mest spennandi og það sé áskorun að halda fyrirtæki eins og Nova síungu. Á upphafsárum fyrirtækja sé allt hægt, orkan og krafturinn mikill og það skipti fyrirtæki miklu máli að reyna að halda í þann kraft – sérstaklega á markaði þar sem hraðinn er jafn mikill og á farsímamarkaði. „...en það er einmitt hraðinn og sífelldar nýjungar sem gera fjarskiptamarkaðinn svo spennandi“ segir Liv. „Við erum ekki fyrr búin að setja 3G farsímakerfið í loftið og þjóðin byrjar að snjallsímavæðast ... þá er 4G komið og ætli það sé ekki bara nokkuð stutt í 5G. Það er engin stöðnun í þessum geira og það gerir hann svo skemmtilegan.“Á árinu 2013 fór Liv í stjórnunarnám í IESE Business School í Barcelona. Fram að því hafði hún setið í stjórn símafélagsins Telio í Noregi í 3 ár sem er skráð félag. Hún sagði sig úr þeirri stjórn þegar hún fór í námið. Í dag stýrir hún hinsvegar Nova, er stjórnarformaður WOW air og situr í stjórnum CCP og 66N. „Það er gaman að fá tækifæri til að vinna með öðrum félögum en því sem maður stýrir alla jafna. Það er góður skóli og margt af því sem ég hef lært í gegnum stjórnarstörf í öðrum félögum hefur nýst mér í starfinu hjá Nova,“ segir Liv. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
FKA viðurkenninguna 2014 hlaut Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova. Vísir ræddi við Liv eftir athöfnina. Nova gengur gjarnan undir nafninu „stærsti skemmtistaður í heimi“. Fyrir tæpu ári hlaut Nova hæstu einkunn allra fyrirtækja á Íslandi í íslensku ánægjuvoginni þriðja árið í röð – og viðskiptavinir félagsins mældust þeir ánægðustu í farsímaþjónustu á Íslandi fjórða árið í röð. Um svipað leyti tók Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova við viðurkenningu sem Markaðsmaður ársins 2012. Aðspurð um galdurinn að baki þessum góða árangri segir Liv: „Það er liðsheildin og stemmningin sem hefur tekist að skapa innan fyrirtækisins – gleði, metnaður og löngun til að ná árangri. Við erum fyrst og fremst þjónustufyrirtæki og höfum gaman að því sem við erum að gera.“ Liv útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi og lauk prófi i viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1995. Á námsárunum var Liv dugleg að prófa nýja hluti rak til dæmis Stúdentakjallarann einn vetur ásamt félaga sínum, vann í hval í Hvalfirði eitt sumar, á sjúkrahúsinu á Siglufirði, var au-pair í Danmörku og Chicago, vann í Tyrklandi eitt sumar og i London í eitt ár. Árið 1998 hóf hún svo störf hjá Íslenska símafélaginu sem setti Tal á markað og hefur unnið á fjarskiptamarkaðnum allar götur síðan. Hún var framkvæmdastjóri markaðssviðs Vodafone við sameiningu Íslandssíma og Tals og vann síðan að því að setja lággjalda símafélagið SKO á markað.Árið 2006 vann Liv viðskiptaáætlun fyrir nýtt símafélag ásamt félaga sínum Jóakim Reynissyni; félag sem í dag ber heitið Nova og hefur 140 manns í vinnu.Liv segir að sér finnist upphafsár fyrirtækja mest spennandi og það sé áskorun að halda fyrirtæki eins og Nova síungu. Á upphafsárum fyrirtækja sé allt hægt, orkan og krafturinn mikill og það skipti fyrirtæki miklu máli að reyna að halda í þann kraft – sérstaklega á markaði þar sem hraðinn er jafn mikill og á farsímamarkaði. „...en það er einmitt hraðinn og sífelldar nýjungar sem gera fjarskiptamarkaðinn svo spennandi“ segir Liv. „Við erum ekki fyrr búin að setja 3G farsímakerfið í loftið og þjóðin byrjar að snjallsímavæðast ... þá er 4G komið og ætli það sé ekki bara nokkuð stutt í 5G. Það er engin stöðnun í þessum geira og það gerir hann svo skemmtilegan.“Á árinu 2013 fór Liv í stjórnunarnám í IESE Business School í Barcelona. Fram að því hafði hún setið í stjórn símafélagsins Telio í Noregi í 3 ár sem er skráð félag. Hún sagði sig úr þeirri stjórn þegar hún fór í námið. Í dag stýrir hún hinsvegar Nova, er stjórnarformaður WOW air og situr í stjórnum CCP og 66N. „Það er gaman að fá tækifæri til að vinna með öðrum félögum en því sem maður stýrir alla jafna. Það er góður skóli og margt af því sem ég hef lært í gegnum stjórnarstörf í öðrum félögum hefur nýst mér í starfinu hjá Nova,“ segir Liv.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira