Rekstur Stálskips mun taka stakkaskiptum Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2014 13:51 Guðrúnu Lárusdóttur, einn af eigendum Stálskips. visir/aðunn níelsson Fram kemur í fréttatilkynningu frá útgerðarfélaginu Stálskip að félagið hafi ákveðið að selja annan sinn kvóta og að auki hefur Stálskip selt skip út til Rússlands. Stálskip var stofnað 1970 af hjónunum Guðrúnu Lárusdóttur og Ágústi Sigurðssyni. Núna stendur fyrirtækið á tímamótum vegna nýs hlutverks í ljósi breyttra aðstæðna. Fyrirtækið mun selja allan kvóta auk þess sem skip félagsins verður selt til Rússlands. Framvegis mun Stálskip einbeita sér að fjárfestingum í fasteignum og rekstri innanlands. Við það munu hjónin láta af þeim störfum sem áður fylgdu útgerð en Guðrún mun eftir sem áður leiða fyrirtækið inn í nýja og spennandi tíma í samræmi við breytt hlutverk þess. Fram kemur í fréttatilkynningunni að í kjölfar þeirra tímamóta sem Stálskip stendur á munu eigendur fyrirtækisins breyta hlutverki þess. Auk þess að sinna rekstri þeirra eigna sem fyrirtækið á, munu forsvarsmenn þess í auknum mæli fjárfesta í fasteignum og beina sjónum sínum að fjárfestingum í rekstri innanlands. Rekstur Stálskips mun á næstu misserum taka stakkaskiptum. Fyrirtækið, sem stofnað var árið 1970 af hjónunum Guðrúnu Lárusdóttur og Ágústi Sigurðssyni, er á meðal þekktari útgerðarfyrirtækja landsins og það fyrirtæki sem hefur greitt hæstu meðallaun á landinu síðustu árin. Stjórnendur Stálskips hafa einnig ákveðið að selja Þór HF 4 til Rússlands og veiðiheimildir í íslenskri lögsögu til Síldarvinnslunnar og Gjögurs og úthafsheimildir til Útgerðarfélags Akureyringa.Ekki geta til að kaupa skip með aflaheimildumRekstur Stálskips hefur um langt skeið verið með öðrum hætti en almennt tíðkast á meðal íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Stálskip er skuldlaust félag sem hefur keypt yfirgnæfandi hluta veiðiheimilda og hefur vegna fjárhagslegs styrks getað greitt hærra verð fyrir veiðiheimildir en önnur félög. Þessi staðreynd hefur mikil áhrif á að ekki hefur reynst mögulegt að selja veiðiheimildir með skipinu. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, sem flest eru skuldsett, verða að bæta við veiðiheimildum á þau skip sem þegar eru gerð út til að auka hagræðingu svo hægt sé að standa undir kaupum á veiðiheimildum, kostnaði vegna veiðigjalda og annarra útgjaldaliða. Þá hefur reynst auðvelt að finna kaupendur í Rússlandi að skipinu enda var skipið upprunalega smíðað fyrir rússneska útgerð og er það sérstyrkt fyrir siglingar um ís. Miklar breytingar eru framundan hjá íslenskum útgerðarfyrirtækjum þar sem minni áhersla er lögð á frystiskip vegna lækkandi afurðaverðs, veiðigjalda og óhagstæðs skiptahlutfalls. Útgerðir bregðast við með því að auka veiðiheimildir á skip, sölu frystitogara úr landi og aukinni landvinnslu. Með kaupum á veiðiheimildum mun nást fram mikil hagræðing hjá kaupendum aflaheimildanna en þar er gert ráð fyrir að allt að tólf afleysingastöður muni skapast vegna viðskiptanna. Þá eru viðskiptin ennfremur í samræmi við markmið laga um fiskveiðistjórnun þar sem áhersla er lögð á sveigjanleika svo hægt sé að nýta auðlindina sem best. Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Fram kemur í fréttatilkynningu frá útgerðarfélaginu Stálskip að félagið hafi ákveðið að selja annan sinn kvóta og að auki hefur Stálskip selt skip út til Rússlands. Stálskip var stofnað 1970 af hjónunum Guðrúnu Lárusdóttur og Ágústi Sigurðssyni. Núna stendur fyrirtækið á tímamótum vegna nýs hlutverks í ljósi breyttra aðstæðna. Fyrirtækið mun selja allan kvóta auk þess sem skip félagsins verður selt til Rússlands. Framvegis mun Stálskip einbeita sér að fjárfestingum í fasteignum og rekstri innanlands. Við það munu hjónin láta af þeim störfum sem áður fylgdu útgerð en Guðrún mun eftir sem áður leiða fyrirtækið inn í nýja og spennandi tíma í samræmi við breytt hlutverk þess. Fram kemur í fréttatilkynningunni að í kjölfar þeirra tímamóta sem Stálskip stendur á munu eigendur fyrirtækisins breyta hlutverki þess. Auk þess að sinna rekstri þeirra eigna sem fyrirtækið á, munu forsvarsmenn þess í auknum mæli fjárfesta í fasteignum og beina sjónum sínum að fjárfestingum í rekstri innanlands. Rekstur Stálskips mun á næstu misserum taka stakkaskiptum. Fyrirtækið, sem stofnað var árið 1970 af hjónunum Guðrúnu Lárusdóttur og Ágústi Sigurðssyni, er á meðal þekktari útgerðarfyrirtækja landsins og það fyrirtæki sem hefur greitt hæstu meðallaun á landinu síðustu árin. Stjórnendur Stálskips hafa einnig ákveðið að selja Þór HF 4 til Rússlands og veiðiheimildir í íslenskri lögsögu til Síldarvinnslunnar og Gjögurs og úthafsheimildir til Útgerðarfélags Akureyringa.Ekki geta til að kaupa skip með aflaheimildumRekstur Stálskips hefur um langt skeið verið með öðrum hætti en almennt tíðkast á meðal íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Stálskip er skuldlaust félag sem hefur keypt yfirgnæfandi hluta veiðiheimilda og hefur vegna fjárhagslegs styrks getað greitt hærra verð fyrir veiðiheimildir en önnur félög. Þessi staðreynd hefur mikil áhrif á að ekki hefur reynst mögulegt að selja veiðiheimildir með skipinu. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, sem flest eru skuldsett, verða að bæta við veiðiheimildum á þau skip sem þegar eru gerð út til að auka hagræðingu svo hægt sé að standa undir kaupum á veiðiheimildum, kostnaði vegna veiðigjalda og annarra útgjaldaliða. Þá hefur reynst auðvelt að finna kaupendur í Rússlandi að skipinu enda var skipið upprunalega smíðað fyrir rússneska útgerð og er það sérstyrkt fyrir siglingar um ís. Miklar breytingar eru framundan hjá íslenskum útgerðarfyrirtækjum þar sem minni áhersla er lögð á frystiskip vegna lækkandi afurðaverðs, veiðigjalda og óhagstæðs skiptahlutfalls. Útgerðir bregðast við með því að auka veiðiheimildir á skip, sölu frystitogara úr landi og aukinni landvinnslu. Með kaupum á veiðiheimildum mun nást fram mikil hagræðing hjá kaupendum aflaheimildanna en þar er gert ráð fyrir að allt að tólf afleysingastöður muni skapast vegna viðskiptanna. Þá eru viðskiptin ennfremur í samræmi við markmið laga um fiskveiðistjórnun þar sem áhersla er lögð á sveigjanleika svo hægt sé að nýta auðlindina sem best.
Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira