Viðskipti innlent

ETOS ehf. tilnefnt til alþjóðlegra verðlauna

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/ETOS
Tæknifyrirtækið ETOS ehf. hefur verið tilnefnt til verðlauna í flokki frístunda og skemmtunar hjá Inavate verðlaununum. Fyrirtækið er tilnefnt fyrir hönnun og uppsetningu á hljóð-, mynd- og ljósastýringum sem og netkerfi hjá Keiluhöllinni í Egilshöll í Grafarvogi.

ETOS er eitt fjögurra fyrirtækja sem tilnefnt er og úrslitin verða tilkynnt þann 5. febrúar, í tengslum við sýningu Integrated Systems Europe sam fram fer í Amsterdam. Sú sýning er best sótta fagsýning í heiminum varðandi hljóð, mynd og rafeindabúnað samkvæmt tilkynningu frá ETOS.

„Verkefnið sem um ræðir er viðamikið á íslenskan mælikvarða en það felur í sér hönnun á hljóð- , mynd- og netkerfi ásamt forritun í eitt stjórnkerfi sem auðveldar mjög samhæfða stýringu á þessum kerfum.“ ETOS ehf var stofnað 2009 og sérhæfir sig í þjónustu á sviði hljóð-, mynd- og netlausna, stýringum ásamt ýmsum sérlausnum.

ETOS ehf var stofnað 2009 og sérhæfir sig í þjónustu á sviði hljóð-, mynd- og netlausna, stýringum ásamt ýmsum sérlausnum. Viðskiptavinir fyrirtækisins koma víðsvegar að en þar má nefna hótel, söfn og sýningaraðilar,  fyrirtæki á ýmsum sviðum, í skemmtanaiðnaði, á heilbrigðissviði,  einstaklingar og opinberir aðilar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×