Stefnt að því að gefa QuizUp út á Android í janúar Stefán Árni Pálsson skrifar 2. janúar 2014 15:46 Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmdastjóra og stofnandi Plain Vanilla. mynd / valli Smáforritafyrirtækið Plain Vanilla vinnur nú hörðum höndum að því að koma QuizUp leiknum út fyrir tæki með Android stýrikerfi en hingað til hefur aðeins verið hægt að spila spurningaleikinn á tæki frá Apple. QuizUp hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu en um 100.000 manns hala niður leiknum á degi hverjum en hann kom út í nóvember. QuizUp hefur verið einn vinsælasti smáleikurinn í heiminum síðustu vikur en um sjö milljón manns hafa sótt leikinn frá útgáfu. „Núna erum við á fullu í prufunum á Android útgáfunni enda viljum við vera viss um að leikurinn virki vel,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmdastjóra og stofnandi tölvuleikjaframleiðandans Plain Vanilla. „Við gerum ráð fyrir því að gefa leikinn út í þessu formi í janúar sem verður stórt stökk fyrir fyrirtækið. Android-stýrikerfið er töluvert öðruvísi en það kerfi sem er í Apple vörum og huga þarf að mörgum hlutum þegar verið er að aðlaga leikinn að kerfinu. Forritarar okkar þurfa að gera ráð fyrir mun fleiri símtækjum og spjaldtölvum sem eru mörg hver mjög ólík. Það þarf til að mynda að gera ráð fyrir mismunandi skjástærðum og örðu slíku þegar kemur að Android.“ „Það hefur ekki verið mikið vandamál að fá fólk til að prófa þessa tilraunarútgáfu af QuizUp og finnum við greinilega fyrir því að eftirvæntingin er mikil fyrir því að fá leikinn á Android.“ Hingað til hefur fyrirtækið Plain Vanilla einblínt á Apple markaðinn og er nú aðeins hægt að spila leikinn í iPhone og iPad frá Apple. „Þegar leikurinn kemur út á Android verður hann aðgengilegur fyrir nánast alla sem eiga snjalltæki. Í fljótu bragði myndi ég giska á að 70% af markaðnum séu með tæki með Android stýrikerfinu.“ Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
Smáforritafyrirtækið Plain Vanilla vinnur nú hörðum höndum að því að koma QuizUp leiknum út fyrir tæki með Android stýrikerfi en hingað til hefur aðeins verið hægt að spila spurningaleikinn á tæki frá Apple. QuizUp hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu en um 100.000 manns hala niður leiknum á degi hverjum en hann kom út í nóvember. QuizUp hefur verið einn vinsælasti smáleikurinn í heiminum síðustu vikur en um sjö milljón manns hafa sótt leikinn frá útgáfu. „Núna erum við á fullu í prufunum á Android útgáfunni enda viljum við vera viss um að leikurinn virki vel,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmdastjóra og stofnandi tölvuleikjaframleiðandans Plain Vanilla. „Við gerum ráð fyrir því að gefa leikinn út í þessu formi í janúar sem verður stórt stökk fyrir fyrirtækið. Android-stýrikerfið er töluvert öðruvísi en það kerfi sem er í Apple vörum og huga þarf að mörgum hlutum þegar verið er að aðlaga leikinn að kerfinu. Forritarar okkar þurfa að gera ráð fyrir mun fleiri símtækjum og spjaldtölvum sem eru mörg hver mjög ólík. Það þarf til að mynda að gera ráð fyrir mismunandi skjástærðum og örðu slíku þegar kemur að Android.“ „Það hefur ekki verið mikið vandamál að fá fólk til að prófa þessa tilraunarútgáfu af QuizUp og finnum við greinilega fyrir því að eftirvæntingin er mikil fyrir því að fá leikinn á Android.“ Hingað til hefur fyrirtækið Plain Vanilla einblínt á Apple markaðinn og er nú aðeins hægt að spila leikinn í iPhone og iPad frá Apple. „Þegar leikurinn kemur út á Android verður hann aðgengilegur fyrir nánast alla sem eiga snjalltæki. Í fljótu bragði myndi ég giska á að 70% af markaðnum séu með tæki með Android stýrikerfinu.“
Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira