Viðskipti innlent

Flogið sex sinnum til London á dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/AFP
Flogið verður nærri sex sinnum á dag að jafnaði til London frá Keflavíkurflugvelli í febrúar og mars. Framboð flugferða til borgarinnar hefur því tvöfaldast frá árinu 2012. Sagt er frá þessu á Túristi.is.

Easy Jet og Icelandair munu fjölga ferðum sínum tímabundið, Þrátt fyrir að þessir tveir mánuðir séu þeir slökustu á árinu sé litið til farþegafjölda á Keflavíkurflugvelli. Einnig segir á Túristi.is að febrúar sé sá mánuður sem fæstir útlendingar fljúgi til útlanda.

„Breskum ferðamönnum hér á landi fjölgaði hins vegar um helming þessa tvo mánuði í fyrra í samanburði við sama tímabil árið 2012.“

Easy Jet mun fjölga flugum sínum til London í sjö í viku í næsta mánuði og er til skoðunar að bjóða upp á daglegt flug til borgarinnar til frambúðar. Það mun ráðast á næstu mánuðum og eftirspurn í sumar.

Samkvæmt verðkönnun Túrista í síðustu viku kostar minna að fljúga til London en í fyrra og lækkuðu lægstu fargjöld Easy Jet, Icelandair og Wow Air í öllum tilfellum á milli ára.

Nánar má sjá á Túristi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×