Viðskipti innlent

Afgangur af vöruskiptum við útlönd lækkar

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Vilhelm
Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 64,8 milljarðar króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2013. Á tímabilinu voru fluttar út vörur fyrir 564,1 milljarð króna og inn fyrir 499,3 milljarða. Á sama tíma árið áður voru vöruskiptin hagstæð um 73,5 milljarða króna.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. 

Í nóvember 2013 voru fluttar út vörur fyrir 55,2 milljarða króna og inn fyrir 42,7 milljarða. Afgangur af vöruskiptum við útlönd í nóvember var því hagstæð um 12,5 milljarða króna. Árið áður voru þau hagstæð um 9,5 milljarða.

Iðnvörur voru 50,9% alls útflutnings fyrstu ellefu mánuði 2013, sem er 5,8% minni útflutningur en á sama tímabili árið áður. Sjávarafurðir voru 44,8% útflutnings og var verðmæti þeirra 0,3% hærra en árið áður. „Samdráttur í útflutningi á iðnaðarvörum og sjávarafurðum stafar að hluta til af lækkun á verði afurða,“ segir á síðu Hagstofunnar.

Verðmæti vöruinnflutnings var 14,8 milljörðum króna, eða 2,9%,  lægri en á sama tíma árið áður. Það skýrist að mestu á minni innflutnings á skipum og flugvélum. Að sama leyti dró úr innflutningi á eldsneyti, en á móti kom aukinn innflutningur fjárfestingavara og mat- og drykkjarvara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×