Viðskipti innlent

WOW air alltaf ódýrasti kosturinn

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Er flugverð að lækka spyr Dohop.
Er flugverð að lækka spyr Dohop.
Wow air er alltaf ódýrasti kosturinn í flugi samkvæmt verðkönnun flugleitarvélar fyrirtækisins Dohop.

Félagið kannaði samkeppni flugfélaga til fimm áfangastaða í beinu flugi frá Keflavík, Kaupmannahöfn, London, Manchester, Ósló og París.

Ódýrasta flugfélagið

Wow air ber sigur úr býtum með því að bjóða upp á lægsta flugverðið á þeim flugleiðum sem þau eru í samkeppni á. Í samanburðinum eru töskugjöld tekin með en ekki önnur gjöld svo sem sætisval og forfallatrygging.

Dohop bendir á að athyglisvert sé lágfargjaldaflugfélagið easyJet er með hærra verð en Icelandair á flugverði með töskugjaldi þegar flogið er til London. Þetta sýni neytendum að ef ferðast er með meira en bara handfarangur getur borgað sig að athuga hvert heildarverðið er en ekki skoða ekki bara auglýst flugverð.

Er flugverð að lækka?

Dohop segir meðalverð flugfélaga hafa lækkað örlítið á milli ára, eða rétt um eitt prósent sem er varla til frásögufærandi. Hins vegar er mikill verðmunur á mörgum áfangastöðum milli ára. Mesta breytingin er á meðalverði á flugi til London en það hefur lækkað um 25% á meðan meðalverðið til Berlínar hefur hækkað um hátt í 61% á milli ára. Mesti verðmunurinn er um 18.000 krónur hvort sem er um hækkun eða lækkun er að ræða.

Taflan sýnir meðalverð á flugi allt að átta vikum fram í tímann.Mynd/Dohop





Fleiri fréttir

Sjá meira


×