Krónan óvenju sterk í ársbyrjun Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2014 13:02 Íslandsbanki segir gengisþróun krónu hafa verið ólík í vetur því sem var árin á undan. Mynd/GVA Eftir myndarlega styrkingu í desembermánuði er gengi krónu í ársbyrjun nú umtalsvert hærra en raunin var á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka. Verðbólguþrýstingur er að sama skapi minni um þessar mundir. Þróunin kemur Seðlabankanum vel, enda eykur hún trú á getu bankans til að halda gengissveiflum í skefjum, auk þess sem hann hefur náð að afla sér töluverðs gjaldeyris síðustu mánuði. Auk þess hefur þróunin dregið úr verðbólguvæntingum. Þegar morgunkornið var ritað kostaði evran 158,5 krónur og Bandaríkjadollar 116 krónur á millibankamarkaði. Í ársbyrjun 2013 kostaði evran hins vegar tæplega 169 krónur og dollarinn nærri 128 krónur Krónan er því um það bil 7% sterkari gagnvart evru og 10% sterkari gagnvart dollar en raunin var fyrir ári síðan. Gagnvart viðskiptaveginni körfu helstu gjaldmiðla er krónan nú um það bil 10% sterkari en raunin var fyrir ári síðan.Íslandsbanki segir gengisþróun krónu hafa verið ólík í vetur því sem var árin á undan. Frá nóvemberbyrjun 2013 hefur krónan styrkst um ríflega 4% gagnvart körfu helstu gjaldmiðla og hefur hún ekki verið sterkari á þennan mælikvarða síðan í maí síðastliðnum. Frá nóvemberbyrjun 2012 fram til áramóta veiktist krónan hins vegar um nærri 3%, og árið þar á undan nam veikingin á sama tímabili nærri 2%. Bankinn taldi að til skamms tíma myndi krónan sigla lygnari sjó í vetur en oft áður, en styrkingin undanfarið hafi komið á óvart.Í morgunkorninu segir að ýmsar ástæður séu fyrir þessari ólíku þróun. Afborganir erlendra lána fyrirtækja og opinberra aðila séu talsvert smærri í sniðum þennan veturinn en raunin var ári fyrr. Þá hafi gjaldeyrisstaða Landsbankans breyst mikið, og endurspeglast sterk lausafjárstaða bankans í gjaldeyri, meðal annars í 50 milljarða króna fyrirframgreiðslu hans inn á skuldabréf gagnvart þrotabúi gamla Landsbankans. Síðast en ekki síst hafi gjaldeyrisinnflæði vegna ferðamanna og vöruviðskipta aukist milli ára, og sér í lagi hefur ferðamannastraumur utan háannatíma vaxið umtalsvert. Ekki lítur út fyrir að veruleg breyting verði á þessum aðstæðum næsta kastið, og því eru ágætar líkur á að gengi krónu muni áfram verða nokkru hærra en var í fyrra, þótt ómögulegt sé að segja til um skammtímasveiflur í genginu. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Sjá meira
Eftir myndarlega styrkingu í desembermánuði er gengi krónu í ársbyrjun nú umtalsvert hærra en raunin var á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka. Verðbólguþrýstingur er að sama skapi minni um þessar mundir. Þróunin kemur Seðlabankanum vel, enda eykur hún trú á getu bankans til að halda gengissveiflum í skefjum, auk þess sem hann hefur náð að afla sér töluverðs gjaldeyris síðustu mánuði. Auk þess hefur þróunin dregið úr verðbólguvæntingum. Þegar morgunkornið var ritað kostaði evran 158,5 krónur og Bandaríkjadollar 116 krónur á millibankamarkaði. Í ársbyrjun 2013 kostaði evran hins vegar tæplega 169 krónur og dollarinn nærri 128 krónur Krónan er því um það bil 7% sterkari gagnvart evru og 10% sterkari gagnvart dollar en raunin var fyrir ári síðan. Gagnvart viðskiptaveginni körfu helstu gjaldmiðla er krónan nú um það bil 10% sterkari en raunin var fyrir ári síðan.Íslandsbanki segir gengisþróun krónu hafa verið ólík í vetur því sem var árin á undan. Frá nóvemberbyrjun 2013 hefur krónan styrkst um ríflega 4% gagnvart körfu helstu gjaldmiðla og hefur hún ekki verið sterkari á þennan mælikvarða síðan í maí síðastliðnum. Frá nóvemberbyrjun 2012 fram til áramóta veiktist krónan hins vegar um nærri 3%, og árið þar á undan nam veikingin á sama tímabili nærri 2%. Bankinn taldi að til skamms tíma myndi krónan sigla lygnari sjó í vetur en oft áður, en styrkingin undanfarið hafi komið á óvart.Í morgunkorninu segir að ýmsar ástæður séu fyrir þessari ólíku þróun. Afborganir erlendra lána fyrirtækja og opinberra aðila séu talsvert smærri í sniðum þennan veturinn en raunin var ári fyrr. Þá hafi gjaldeyrisstaða Landsbankans breyst mikið, og endurspeglast sterk lausafjárstaða bankans í gjaldeyri, meðal annars í 50 milljarða króna fyrirframgreiðslu hans inn á skuldabréf gagnvart þrotabúi gamla Landsbankans. Síðast en ekki síst hafi gjaldeyrisinnflæði vegna ferðamanna og vöruviðskipta aukist milli ára, og sér í lagi hefur ferðamannastraumur utan háannatíma vaxið umtalsvert. Ekki lítur út fyrir að veruleg breyting verði á þessum aðstæðum næsta kastið, og því eru ágætar líkur á að gengi krónu muni áfram verða nokkru hærra en var í fyrra, þótt ómögulegt sé að segja til um skammtímasveiflur í genginu.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Sjá meira