Viðskipti innlent

Tómas framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Tómas var áður stjórnunarráðgjafi hjá Bain&Company í Kaupmannahöfn.
Tómas var áður stjórnunarráðgjafi hjá Bain&Company í Kaupmannahöfn.
Tómas Ingason hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaþróunarsviðs WOW air.

Tómas starfaði sem stjórnunarráðgjafi hjá Bain & Company í Kaupmannahöfn á árunum 2011 til 2013. Áður leiddi Tómas tekjustýringu og verðlagningu hjá Icelandair.

Tómas hefur MBA gráðu frá MIT Sloan School of Management í Boston en auk þess hefur hann lokið MS gráðu í verkfræði frá MIT með áherslu á flugrekstur og aðfangakeðjur.

Tómas er með BS gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×