Opna American Bar í Austurstræti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2014 12:45 Hermann Svensen lofar bestu kjúklingavængjunum í bænum. Bræðurnir Hermann og Ingvar Svendsen, sem komið hafa að rekstri English Pub í miðbæ Reykjavíkur og Hafnarfirði, ætla að opna nýjan skemmtistað í Austurstræti. Staðurinn mun bera nafnið American Bar en eins og nafn barsins gefur til kynna verður áherslan amerískur matur, tónlist og skemmtun. Staðurinn opnar í Austurstræti 8 þar sem Thorvaldsen var áður til húsa. Bræðurnir hafa fest kaup á húsnæðinu og frakvæmdir eru þegar hafnar. „Það er búið að moka öllu þarna út og við erum að byrja að innrétta staðinn upp á nýtt,“ segir Hemmi í samtali við Vísi. Hann hélt utan til New York ásamt Ingvari bróður sínum og hönnuðinum Leifi Welding fyrir helgi. Leifur hefur komið að hönnun veitingastaða á borð við Fiskfélagið, Grillmarkaðinn og Sushi Samba svo fátt eitt sé nefnt.Gamli Thorvaldsen þar sem American Bar mun opna á nýju ári.Vísir/VilhelmMarkmiðið með ferðinni er að kynna sér allt hið besta í barmenningu Kanans. Staðurinn verður ólíkur þeirri trúbador stemmningu sem English Pub er þekktur fyrir. „Þetta verður ferskleiki í íslenskt skemmtanalíf,“ segir Hemmi. Boðið verði upp á hamborgara, svínarif og bestu kjúklingavængina sem fengist hafa á Íslandi að sögn Hemma. Keyrt verður á rokki, mikið til amerísku rokki, þar sem tónlistarmyndböndin verða keyrð á sjónvarpsskjám. „Svo verður amerískur bjór, gott viský og auðvitað kokteilar,“ segir Hemmi sem mun reka staðinn. Framkvæmdir standa yfir og vonast Hermann til að hægt verði að opna staðinn í byrjun febrúar. Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Eiga í viðræðum við stjórnvöld um strandaglópa Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Sjá meira
Bræðurnir Hermann og Ingvar Svendsen, sem komið hafa að rekstri English Pub í miðbæ Reykjavíkur og Hafnarfirði, ætla að opna nýjan skemmtistað í Austurstræti. Staðurinn mun bera nafnið American Bar en eins og nafn barsins gefur til kynna verður áherslan amerískur matur, tónlist og skemmtun. Staðurinn opnar í Austurstræti 8 þar sem Thorvaldsen var áður til húsa. Bræðurnir hafa fest kaup á húsnæðinu og frakvæmdir eru þegar hafnar. „Það er búið að moka öllu þarna út og við erum að byrja að innrétta staðinn upp á nýtt,“ segir Hemmi í samtali við Vísi. Hann hélt utan til New York ásamt Ingvari bróður sínum og hönnuðinum Leifi Welding fyrir helgi. Leifur hefur komið að hönnun veitingastaða á borð við Fiskfélagið, Grillmarkaðinn og Sushi Samba svo fátt eitt sé nefnt.Gamli Thorvaldsen þar sem American Bar mun opna á nýju ári.Vísir/VilhelmMarkmiðið með ferðinni er að kynna sér allt hið besta í barmenningu Kanans. Staðurinn verður ólíkur þeirri trúbador stemmningu sem English Pub er þekktur fyrir. „Þetta verður ferskleiki í íslenskt skemmtanalíf,“ segir Hemmi. Boðið verði upp á hamborgara, svínarif og bestu kjúklingavængina sem fengist hafa á Íslandi að sögn Hemma. Keyrt verður á rokki, mikið til amerísku rokki, þar sem tónlistarmyndböndin verða keyrð á sjónvarpsskjám. „Svo verður amerískur bjór, gott viský og auðvitað kokteilar,“ segir Hemmi sem mun reka staðinn. Framkvæmdir standa yfir og vonast Hermann til að hægt verði að opna staðinn í byrjun febrúar.
Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Eiga í viðræðum við stjórnvöld um strandaglópa Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Sjá meira