Útflutningsverðmæti grásleppuhrogna og kavíars hrynur Haraldur Guðmundsson skrifar 31. janúar 2014 07:00 Grásleppuhrognin eru seld til Evrópu og Bandaríkjanna en sleppan sjálf fer til Kína. Mynd/Ormur Arnarsson Útflutningsverðmæti saltaðra grásleppuhrogna og kavíars sem búinn er til úr hrognunum lækkaði um níu hundruð milljónir króna á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs miðað við sama tímabil 2012. Útflutningurinn skilaði 1,3 milljörðum króna í fyrra en 2,2 milljörðum árið áður. „Mesta lækkunin í verðmætum er í söltuðu hrognunum og þar hefur verðlækkunin milli ára verið um fjörutíu prósent. Sem betur fer er ekki jafn mikil lækkun á kavíarnum,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Hann segir verðlækkunina eiga rætur að rekja til ákvörðunar um að láta undan þrýstingi erlendra kaupenda um lægra hrognaverð sumarið 2012. „Þá stöðvaðist salan og kaupendur biðu eftir því hvar verðið myndi stoppa. Þegar vertíðin í fyrra hófst þá hafði ekki tekist að selja allt sem veiddist á vertíðinni 2012 og enn er þessi vandi ekki yfirstiginn þar sem enn eru birgðir af hrognum sem eru þó mun minni en á sama tíma í fyrra,“ segir Örn. Útflutningur á grásleppunni sjálfri hefur að sögn Arnar gengið betur og allur afli síðasta árs hefur nú verið seldur til Kína. Örn segir grásleppuveiðimenn svartsýna eftir að það spurðist út að þeir fái einungis tuttugu veiðidaga á næstu vertíð sem hefst 20. mars. Vertíðin í fyrra stóð yfir í 32 daga en Örn segir þann fjölda algjört lágmark. „Eftir að Hafrannsóknastofnun fór að gefa út ráðgjöf og ráðuneytið fór að fylgja henni þá kemur endanleg ráðgjöf ekki fyrr en veiðar eru hafnar í lok mars. Menn eru óánægðir með þessa tilhögun og þeir hafa ekki trú á því að það sé á nokkurn hátt hægt að mæla stærð veiðistofns af uppsjávartegund með botntrolli.“ Örn segir gagnrýni á fáa veiðidaga eiga rétt á sér þrátt fyrir að menn sitji uppi með óseld hrogn. „Við þurfum að geta útvegað ákveðið magn af hrognum og teljum að það sé mikil áhætta tekin með því að fara með dagana þetta neðarlega því við gætum lent í að geta ekki útvegað þau. Ef dagarnir fara mikið niður fyrir þrjátíu þá þarf ekki nema eina brælu til að rústa veiðinni því dagarnir byrja að telja um leið og netin fara í sjó.“Páll AðalsteinssonDauðadómur fyrir grásleppuveiðimenn „Þessi ákvörðun um upphafsfjölda veiðidaga leggst mjög illa í okkur grásleppuveiðimenn og þetta er nánast dauðadómur fyrir útgerðina. Þetta er nánast orðin hryðjuverkastarfsemi af hálfu stjórnvalda hvernig er búið að fara með þessa grásleppuútgerð,“ segir Páll Aðalsteinsson, trillukarl í Stykkishólmi. Hann gerir út bátana Önnu Karínu SH og Fríðu SH, ásamt Álfgeiri Marínóssyni. „Það er markvisst búið að vinna í því síðustu ár að koma þessu algjörlega í þrot. Árið 2004 mátti hver bátur vera níutíu daga á sjó með þrjú hundruð net en núna er þetta komið í tvö hundruð net í tuttugu daga. Ég veit ekki hvar er hægt að draga mörkin og veiðarnar eru fyrir löngu síðan hættar að standa undir sér því því þetta borgar ekki skoðunargjöldin á bátunum og hvað þá meira,“ segir Páll. Páll og Álfgeir hafa farið saman á grásleppu frá árinu 1995 og aldrei misst úr vertíð. Páll segir veiðarnar skemmtilegar þegar vel gengur og tíðarfarið er gott. „Við hér í Breiðafirði byrjum ekki að veiða grásleppu fyrr en 20. maí og erum kannski fram í júlí og erum því bjartir allan sólarhringinn.“ Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Útflutningsverðmæti saltaðra grásleppuhrogna og kavíars sem búinn er til úr hrognunum lækkaði um níu hundruð milljónir króna á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs miðað við sama tímabil 2012. Útflutningurinn skilaði 1,3 milljörðum króna í fyrra en 2,2 milljörðum árið áður. „Mesta lækkunin í verðmætum er í söltuðu hrognunum og þar hefur verðlækkunin milli ára verið um fjörutíu prósent. Sem betur fer er ekki jafn mikil lækkun á kavíarnum,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Hann segir verðlækkunina eiga rætur að rekja til ákvörðunar um að láta undan þrýstingi erlendra kaupenda um lægra hrognaverð sumarið 2012. „Þá stöðvaðist salan og kaupendur biðu eftir því hvar verðið myndi stoppa. Þegar vertíðin í fyrra hófst þá hafði ekki tekist að selja allt sem veiddist á vertíðinni 2012 og enn er þessi vandi ekki yfirstiginn þar sem enn eru birgðir af hrognum sem eru þó mun minni en á sama tíma í fyrra,“ segir Örn. Útflutningur á grásleppunni sjálfri hefur að sögn Arnar gengið betur og allur afli síðasta árs hefur nú verið seldur til Kína. Örn segir grásleppuveiðimenn svartsýna eftir að það spurðist út að þeir fái einungis tuttugu veiðidaga á næstu vertíð sem hefst 20. mars. Vertíðin í fyrra stóð yfir í 32 daga en Örn segir þann fjölda algjört lágmark. „Eftir að Hafrannsóknastofnun fór að gefa út ráðgjöf og ráðuneytið fór að fylgja henni þá kemur endanleg ráðgjöf ekki fyrr en veiðar eru hafnar í lok mars. Menn eru óánægðir með þessa tilhögun og þeir hafa ekki trú á því að það sé á nokkurn hátt hægt að mæla stærð veiðistofns af uppsjávartegund með botntrolli.“ Örn segir gagnrýni á fáa veiðidaga eiga rétt á sér þrátt fyrir að menn sitji uppi með óseld hrogn. „Við þurfum að geta útvegað ákveðið magn af hrognum og teljum að það sé mikil áhætta tekin með því að fara með dagana þetta neðarlega því við gætum lent í að geta ekki útvegað þau. Ef dagarnir fara mikið niður fyrir þrjátíu þá þarf ekki nema eina brælu til að rústa veiðinni því dagarnir byrja að telja um leið og netin fara í sjó.“Páll AðalsteinssonDauðadómur fyrir grásleppuveiðimenn „Þessi ákvörðun um upphafsfjölda veiðidaga leggst mjög illa í okkur grásleppuveiðimenn og þetta er nánast dauðadómur fyrir útgerðina. Þetta er nánast orðin hryðjuverkastarfsemi af hálfu stjórnvalda hvernig er búið að fara með þessa grásleppuútgerð,“ segir Páll Aðalsteinsson, trillukarl í Stykkishólmi. Hann gerir út bátana Önnu Karínu SH og Fríðu SH, ásamt Álfgeiri Marínóssyni. „Það er markvisst búið að vinna í því síðustu ár að koma þessu algjörlega í þrot. Árið 2004 mátti hver bátur vera níutíu daga á sjó með þrjú hundruð net en núna er þetta komið í tvö hundruð net í tuttugu daga. Ég veit ekki hvar er hægt að draga mörkin og veiðarnar eru fyrir löngu síðan hættar að standa undir sér því því þetta borgar ekki skoðunargjöldin á bátunum og hvað þá meira,“ segir Páll. Páll og Álfgeir hafa farið saman á grásleppu frá árinu 1995 og aldrei misst úr vertíð. Páll segir veiðarnar skemmtilegar þegar vel gengur og tíðarfarið er gott. „Við hér í Breiðafirði byrjum ekki að veiða grásleppu fyrr en 20. maí og erum kannski fram í júlí og erum því bjartir allan sólarhringinn.“
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira