Björt framtíð vill einfaldari merkingar á matvæli Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2014 14:15 Þingmenn úr öllum flokkum eru meðflutningsmenn tillögunnar. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar , hefur lagt fram þingsályktunartillögu um einfaldar næringarmerkingar á matvæli að breskri fyrirmynd. Þingmenn úr öllum flokkum eru meðflutningsmenn.Í tilkynningu frá flokknum segir að skýrar og skiljanlegar upplýsingar um næringargildi matvæla séu mjög mikilvægar fyrir neytendur og auðveldi þeim að taka upplýsta ákvörðun. Björt framtíð segir þær merkingar sem er skylt að setja á umbúðir matvæla um næringargildi eru oft ekki skýrar. Bæði eru þær af skornum skammti, ruglingslegar á tíðum og auk þess eru oft villandi fullyrðingar um hollustu matvæla á umbúðum. Þá er jákvæðum kostum matvæla óspart haldið á lofti en dýpra er á upplýsingar sem snúa að magni viðbætts sykurs og salts svo að dæmi sé tekið. Þessu þurfi að breyta. Það er nefnilega ekki hægt að gera þá kröfu að fólk taki ábyrgð á eigin mataræði ef upplýsingar sem máli skipta eru ekki skiljanlegar.Bresk fyrirmynd Í Bretlandi hefur verið komið á næringagildismerkingu þar sem litirnir grænt, gult og rautt eru m.a. notaðir til að gefa til kynna magn salts, sykurs og fitu í matvælum. Hafa þessar merkingar verið kallaðar traffic light label eða umferðarljósamerkingar. Það er meira en áratugur síðan breska matvælastofnunin hóf þessa vinnu með stuðningi neytenda- og lýðheilsusamtaka. Merkingin er valkvæð og í upphafi tóku fáir framleiðendur þátt. Þegar í ljós kom að neytendur kunnu mjög vel að meta þessar skiljanlegu merkingar tóku framleiðendur við sér. Stjórnvöld ákváðu að samræma merkinguna, en ýmsar útfærslur höfðu verið í gangi, og talaði breski heilbrigðisráðherrann fyrir málinu. Í júní í fyrra var merkingin kynnt opinberlega og þá tilkynntu stórfyrirtækin Nestlé, Pepsico, Mars og Premier Foods þátttöku. Björt framtíð segir að markmiðið með merkingunni sé að gera neytendum auðveldara að velja hollan mat og ekki síður að forðast óhollustu kjósi þeir það. Óhollt mataræði er ástæða margra lífsstílssjúkdóma sem minnka lífsgæði og auka útgjöld til heilbrigðismála. Það er því ekki að ástæðulausu sem stjórnvöld víða um heim fara í aðgerðir sem miða að því að hjálpa neytendum að taka meðvitaða og upplýsta ákvörðun. Í tilkynningunni segir: „Ef það er raunverulegt markmið íslenskra stjórnvalda að bæta lýðheilsu landans þá fara þau að dæmi Breta og gera neytendum kleyft neytendum að axla ábyrgð á eigin matarræði.“ Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar , hefur lagt fram þingsályktunartillögu um einfaldar næringarmerkingar á matvæli að breskri fyrirmynd. Þingmenn úr öllum flokkum eru meðflutningsmenn.Í tilkynningu frá flokknum segir að skýrar og skiljanlegar upplýsingar um næringargildi matvæla séu mjög mikilvægar fyrir neytendur og auðveldi þeim að taka upplýsta ákvörðun. Björt framtíð segir þær merkingar sem er skylt að setja á umbúðir matvæla um næringargildi eru oft ekki skýrar. Bæði eru þær af skornum skammti, ruglingslegar á tíðum og auk þess eru oft villandi fullyrðingar um hollustu matvæla á umbúðum. Þá er jákvæðum kostum matvæla óspart haldið á lofti en dýpra er á upplýsingar sem snúa að magni viðbætts sykurs og salts svo að dæmi sé tekið. Þessu þurfi að breyta. Það er nefnilega ekki hægt að gera þá kröfu að fólk taki ábyrgð á eigin mataræði ef upplýsingar sem máli skipta eru ekki skiljanlegar.Bresk fyrirmynd Í Bretlandi hefur verið komið á næringagildismerkingu þar sem litirnir grænt, gult og rautt eru m.a. notaðir til að gefa til kynna magn salts, sykurs og fitu í matvælum. Hafa þessar merkingar verið kallaðar traffic light label eða umferðarljósamerkingar. Það er meira en áratugur síðan breska matvælastofnunin hóf þessa vinnu með stuðningi neytenda- og lýðheilsusamtaka. Merkingin er valkvæð og í upphafi tóku fáir framleiðendur þátt. Þegar í ljós kom að neytendur kunnu mjög vel að meta þessar skiljanlegu merkingar tóku framleiðendur við sér. Stjórnvöld ákváðu að samræma merkinguna, en ýmsar útfærslur höfðu verið í gangi, og talaði breski heilbrigðisráðherrann fyrir málinu. Í júní í fyrra var merkingin kynnt opinberlega og þá tilkynntu stórfyrirtækin Nestlé, Pepsico, Mars og Premier Foods þátttöku. Björt framtíð segir að markmiðið með merkingunni sé að gera neytendum auðveldara að velja hollan mat og ekki síður að forðast óhollustu kjósi þeir það. Óhollt mataræði er ástæða margra lífsstílssjúkdóma sem minnka lífsgæði og auka útgjöld til heilbrigðismála. Það er því ekki að ástæðulausu sem stjórnvöld víða um heim fara í aðgerðir sem miða að því að hjálpa neytendum að taka meðvitaða og upplýsta ákvörðun. Í tilkynningunni segir: „Ef það er raunverulegt markmið íslenskra stjórnvalda að bæta lýðheilsu landans þá fara þau að dæmi Breta og gera neytendum kleyft neytendum að axla ábyrgð á eigin matarræði.“
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira