Viðskipti innlent

Birgir nýr framkvæmdastjóri RVX

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Áður en Birgir fluttist út til starfa var hann yfirmaður auglýsingadeildar Sagafilm og þar áður framkvæmdastjóri hjá Samfilm.
Áður en Birgir fluttist út til starfa var hann yfirmaður auglýsingadeildar Sagafilm og þar áður framkvæmdastjóri hjá Samfilm.
Birgir Sigfússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri RVX (Reykjavik Visual Effects), sem er hluti af RVK Studios. Birgir stýrir daglegum rekstri félagsins þ.m.t. viðskiptatengslum, samningamálum, fjárreiðum, sölu-og markaðsmálum og starfsmannahaldi.

Frá árinu 2009 starfaði Birgir í London sem viðskiptastjóri The Mill, sem er leiðandi fyrirtæki í eftirvinnslu kvikmynda og auglýsinga, sem framkvæmdastjóri alþjóðlega stuttmyndafyrirtækisins Future Shorts og einnig framkvæmdastjóri hjá sprotafyrirtækinu MyM-e sem er sérhæfður frétta- og netmiðill.

Áður en Birgir fluttist út til starfa var hann yfirmaður auglýsingadeildar Sagafilm og þar áður framkvæmdastjóri hjá Samfilm. Birgir er með B.Sc gráðu í Viðskiptastjórnun & markaðssetningu frá University of South Alabama.

RVX er tækni-og myndbrellustúdíó sem hefur komið að vinnslu stórmynda eins og Australia, Sherlock Holmes, Contraband, Djúpið, 2Guns, Gravity og er nú að vinna í “ Everest" sem væntanleg er í bíó síðla árs 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×