Gunnar fær hálfri milljón meira en borgarstjóri Jón Júlíus Karlsson skrifar 22. ágúst 2014 10:02 Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar eru launahæsti bæjarstjóri landsins með 1,8 milljón króna í mánaðarlaun. Hann er hálfri milljón króna launahærri á mánuði en borgarstjóri. Flest sveitarfélög hafa gengið frá ráðningarsamingi við sveitar- eða bæjarstjóra eftir sveitarstjórnakosningar sem fram fóru í byrjun sumars. Fréttablaðið og Stöð 2 könnuðu launakjör æðstu stjórnenda í helstu sveitarfélögum landsins fyrir tveimur árum. Þá var Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, launahæstur með um 1600 þúsund krónur í mánaðarlaun. Fréttastofa fékk í gær upplýsingar um launakjör í sex fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Gunnar Einarsson er áfram launahæsti bæjarstjóri landsins en hann er með um 1.800 þúsund krónur í laun á mánuði. Að auki fær Gunnar tæpar 200 þúsund krónur fyrir setu í stjórnum sambands íslenskra sveitarfélaga og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Heildarlaun hans nema því tæpum tveimur milljónum króna á mánuði. Föst laun Gunnars er um hálfri milljón króna hærri en laun Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem er með um 1300 þúsund krónur í laun á mánuði. Laun borgarstjóra hafa síðustu ár verið í takt við laun forsætisráðherra.Laun bæjarstjóra Hafnarfjarðar hækka verulega Athygli vekur að laun nýráðins bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar, Haraldar Líndal Haraldssonar, eru talsvert hærri en fyrrverandi bæjarstjóra, Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar fékk greiddar um 1,1 milljónir króna í laun mitt ár 2012 en Haraldur fær um 1,5 milljón króna í laun samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Laun Eiríks Björns Björgvinssonar bæjarstjóra á Akureyri hækka um 10% á tveimur árum og er hann nú með um 1,1 milljón króna í mánaðarlaun. Gengið var frá launakjörum Kjartans Más Kjartanssonar nýráðins bæjarstjóra Reykjanesbæjar í gær. Hann fær um 1350 þúsund krónur í mánaðarlaun. Eini bæjarstjórinn sem lækkar í launum í úttekt Stöðvar 2 er Ármann Kr. Ólafsson. Laun Ármanns lækka úr tæpum 1500 þúsundum árið 2012 í 1300 þúsund nú. Ármann situr ekki í bæjarráði sem skýrir launalækkun hans. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ verður endursamið við Ármann um launakjör í haust.Laun bæjarstjóra í sex fjölmennustu sveitarfélögum landsins:Sveitarfélag - 2012 Reykjavík - 1.237.104 kr. Kópavogur - 1.496.988 kr. Hafnarfjörður - 1.089.990 kr. Garðabær - 1.572.711 kr Akureyri - 1.033.266 kr. Reykjanesbær - 1.260.185 kr. * Tölur frá viðkomandi sveitarfélögumSveitarfélag - 2014 Reykjavík - 1.315.592 kr Kópavogur - 1.304.178 kr. Hafnarfjörður - 1.480.000 kr. Garðabær - 1.762.908 kr. Akureyri - 1.141.729 kr. Reykjanesbær - 1.340.000 kr. * Tölur frá viðkomandi sveitarfélögumUppfært: Oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði bendir á að Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri, hafi þegið laun sem bæjarfulltrúi meðfram starfi sínu sem bæjarstjóri. Laun hennar hafi því verið 1.250.000 kr. á mánuði en ekki tæp 1,1 milljón líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar eru launahæsti bæjarstjóri landsins með 1,8 milljón króna í mánaðarlaun. Hann er hálfri milljón króna launahærri á mánuði en borgarstjóri. Flest sveitarfélög hafa gengið frá ráðningarsamingi við sveitar- eða bæjarstjóra eftir sveitarstjórnakosningar sem fram fóru í byrjun sumars. Fréttablaðið og Stöð 2 könnuðu launakjör æðstu stjórnenda í helstu sveitarfélögum landsins fyrir tveimur árum. Þá var Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, launahæstur með um 1600 þúsund krónur í mánaðarlaun. Fréttastofa fékk í gær upplýsingar um launakjör í sex fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Gunnar Einarsson er áfram launahæsti bæjarstjóri landsins en hann er með um 1.800 þúsund krónur í laun á mánuði. Að auki fær Gunnar tæpar 200 þúsund krónur fyrir setu í stjórnum sambands íslenskra sveitarfélaga og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Heildarlaun hans nema því tæpum tveimur milljónum króna á mánuði. Föst laun Gunnars er um hálfri milljón króna hærri en laun Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem er með um 1300 þúsund krónur í laun á mánuði. Laun borgarstjóra hafa síðustu ár verið í takt við laun forsætisráðherra.Laun bæjarstjóra Hafnarfjarðar hækka verulega Athygli vekur að laun nýráðins bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar, Haraldar Líndal Haraldssonar, eru talsvert hærri en fyrrverandi bæjarstjóra, Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar fékk greiddar um 1,1 milljónir króna í laun mitt ár 2012 en Haraldur fær um 1,5 milljón króna í laun samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Laun Eiríks Björns Björgvinssonar bæjarstjóra á Akureyri hækka um 10% á tveimur árum og er hann nú með um 1,1 milljón króna í mánaðarlaun. Gengið var frá launakjörum Kjartans Más Kjartanssonar nýráðins bæjarstjóra Reykjanesbæjar í gær. Hann fær um 1350 þúsund krónur í mánaðarlaun. Eini bæjarstjórinn sem lækkar í launum í úttekt Stöðvar 2 er Ármann Kr. Ólafsson. Laun Ármanns lækka úr tæpum 1500 þúsundum árið 2012 í 1300 þúsund nú. Ármann situr ekki í bæjarráði sem skýrir launalækkun hans. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ verður endursamið við Ármann um launakjör í haust.Laun bæjarstjóra í sex fjölmennustu sveitarfélögum landsins:Sveitarfélag - 2012 Reykjavík - 1.237.104 kr. Kópavogur - 1.496.988 kr. Hafnarfjörður - 1.089.990 kr. Garðabær - 1.572.711 kr Akureyri - 1.033.266 kr. Reykjanesbær - 1.260.185 kr. * Tölur frá viðkomandi sveitarfélögumSveitarfélag - 2014 Reykjavík - 1.315.592 kr Kópavogur - 1.304.178 kr. Hafnarfjörður - 1.480.000 kr. Garðabær - 1.762.908 kr. Akureyri - 1.141.729 kr. Reykjanesbær - 1.340.000 kr. * Tölur frá viðkomandi sveitarfélögumUppfært: Oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði bendir á að Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri, hafi þegið laun sem bæjarfulltrúi meðfram starfi sínu sem bæjarstjóri. Laun hennar hafi því verið 1.250.000 kr. á mánuði en ekki tæp 1,1 milljón líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira