Viðskipti innlent

Húsnæði Latabæjar til sölu

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Húsnæðið er 3.383,4 fermetrar og er fasteignamat þess rúmar 350 milljónir.
Húsnæðið er 3.383,4 fermetrar og er fasteignamat þess rúmar 350 milljónir. Vísir/Fasteignir.is
Húsnæði Latabæjar í Miðhrauni í Garðabæ er til sölu á tæplega 500 milljónir. Leigusamningur Latabæjar gildilr til 30. September 2016 en rýmið er í dag innréttað sem kvikmyndaver og skrifstofur.

Um er að ræða 3.383,4 fermetra atvinnuhúsnæði og er fasteignamat þess rúmar 350 milljónir. Brunabótamatið er hins vegar tæplega 623 milljónir. Ásett verð er 490 milljónir.

Á jarðhæð hússins er 1.700 fermetra stúdíó með mikilli lofthæð og mörgum innkeyrsludyrum á tveimur hliðum hússins, skrifstofur og íþróttasalur með búningsklefum.

Á efri hæð eru skrifstofur, fundaraðstöður, eldhús og matsalur starfsmanna.

Fasteignasalan Stakfell sér um sölu húsnæðisins sem er byggt árið 2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×