Gagnrýna verslunarrekstur Fríhafnarinnar í Leifsstöð Haraldur Guðmundsson skrifar 20. mars 2014 07:30 Fríhöfnin hefur rekið Victoria's Secret verslun frá árinu 2012. Vísir/Vilhelm „Þarna er í raun og veru verið að viðurkenna að það sé allt í lagi að Fríhöfnin reki tískuvöruverslun og undirfataverslun ríkisins," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Samtökin gagnrýna þátttöku Fríhafnarinnar í forvali Isavia um aðstöðu til verslunar- og veitingareksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fríhöfnin er dótturfyrirtæki ríkishlutafélagsins Isavia. Fyrirtækið rekur fataverslunina Duty Free Fashion og snyrtivöru- og undirfataverslunina Victoria's Secret í flugstöðinni. Rekstur undirfataverslunarinnar verður ekki boðin út í forvalinu en Fríhöfnin hyggst bjóða í Duty Free Fashion. „Við tókum við versluninni af Icelandair og það er líklegt að Fríhöfnin bjóði í hana og fyrst og fremst vegna þess að það eru væntanlega ekki margir sem munu hafa áhuga á því. Ef aðrir hafa áhuga á að gera það og borga hærri leigu þá að sjálfsögðu taka þeir það," segir Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Isavia og Fríhafnarinnar ehf. Hann vill ekki svara því hvort Fríhöfnin ætli að leggja fram önnur tilboð í forvalinu. Þórólfur segir verslunarrými í flugstöðinni dýr og að fyrirtæki þar þurfi að halda uppi háu þjónustustigi. „Menn hafa skilað plássum og ekki verið tilbúnir til að hafa opið allan sólarhringinn. Við erum að vona að með þessari auknu arðsemi af væntanlega fleiri viðskiptavinum, en Isavia hefur verið að efla aðkomu fleiri flugfélaga með sérstöku hvatakerfi til að fá fleiri til þess að koma á Keflavíkurflugvöll, þá sé þar með þetta svæði eftirsóttara heldur en áður. Þannig að við vonumst eftir góðum tilboðum í þessi verslunarrými," segir Þórólfur. „Menn eru svolítið að gefa sér það fyrirfram að það sé ekki eftirspurn eftir þessu," segir Andrés . „Það hlýtur að vera eftirspurn eftir því að reka verslun sem höfðar mjög til ferðamannsins á svona stað þar sem allur þessi fjöldi fer í gegn. Af hverju getur ríkið ekki setið hjá og leyft einkaaðilum að bjóða einum í rekstur fataverslunar," segir Andrés. Hann segir ákveðna sátt ríkja um þá ákvörðun að Fríhöfnin sitji ein að verslun með „hefðbundnar fríhafnarvörur", eins og áfengi, tóbak og sælgæti. „Það er hins vegar mjög gagnrýnivert að ríkið sé farið að fikra sig inn á aðrar slóðir. Það dettur engum í hug að ríkið fari að reka undirfataverslun í Reykjavík. Af hverju ætti ríkið að vera í sambærilegum rekstri þó þetta heiti Flugstöð Leifs Eiríkssonar," segir Andrés. Þórólfur segir forvalið hafa verið kynnt Samkeppniseftirlitinu. Stefnt sé að því allir verði sáttir við ferlið og því hafi það verið kynnt á opnum fundi í Hörpu í gær. „Isavia áskilur sér allan rétt í forvalinu til að taka hverju sem er og hafna hverju sem er. En sjónarmið Isavia er að opna markaðinn, auka samkeppni og þjónustu við flugfarþega," segir Þórólfur. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Þarna er í raun og veru verið að viðurkenna að það sé allt í lagi að Fríhöfnin reki tískuvöruverslun og undirfataverslun ríkisins," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Samtökin gagnrýna þátttöku Fríhafnarinnar í forvali Isavia um aðstöðu til verslunar- og veitingareksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fríhöfnin er dótturfyrirtæki ríkishlutafélagsins Isavia. Fyrirtækið rekur fataverslunina Duty Free Fashion og snyrtivöru- og undirfataverslunina Victoria's Secret í flugstöðinni. Rekstur undirfataverslunarinnar verður ekki boðin út í forvalinu en Fríhöfnin hyggst bjóða í Duty Free Fashion. „Við tókum við versluninni af Icelandair og það er líklegt að Fríhöfnin bjóði í hana og fyrst og fremst vegna þess að það eru væntanlega ekki margir sem munu hafa áhuga á því. Ef aðrir hafa áhuga á að gera það og borga hærri leigu þá að sjálfsögðu taka þeir það," segir Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Isavia og Fríhafnarinnar ehf. Hann vill ekki svara því hvort Fríhöfnin ætli að leggja fram önnur tilboð í forvalinu. Þórólfur segir verslunarrými í flugstöðinni dýr og að fyrirtæki þar þurfi að halda uppi háu þjónustustigi. „Menn hafa skilað plássum og ekki verið tilbúnir til að hafa opið allan sólarhringinn. Við erum að vona að með þessari auknu arðsemi af væntanlega fleiri viðskiptavinum, en Isavia hefur verið að efla aðkomu fleiri flugfélaga með sérstöku hvatakerfi til að fá fleiri til þess að koma á Keflavíkurflugvöll, þá sé þar með þetta svæði eftirsóttara heldur en áður. Þannig að við vonumst eftir góðum tilboðum í þessi verslunarrými," segir Þórólfur. „Menn eru svolítið að gefa sér það fyrirfram að það sé ekki eftirspurn eftir þessu," segir Andrés . „Það hlýtur að vera eftirspurn eftir því að reka verslun sem höfðar mjög til ferðamannsins á svona stað þar sem allur þessi fjöldi fer í gegn. Af hverju getur ríkið ekki setið hjá og leyft einkaaðilum að bjóða einum í rekstur fataverslunar," segir Andrés. Hann segir ákveðna sátt ríkja um þá ákvörðun að Fríhöfnin sitji ein að verslun með „hefðbundnar fríhafnarvörur", eins og áfengi, tóbak og sælgæti. „Það er hins vegar mjög gagnrýnivert að ríkið sé farið að fikra sig inn á aðrar slóðir. Það dettur engum í hug að ríkið fari að reka undirfataverslun í Reykjavík. Af hverju ætti ríkið að vera í sambærilegum rekstri þó þetta heiti Flugstöð Leifs Eiríkssonar," segir Andrés. Þórólfur segir forvalið hafa verið kynnt Samkeppniseftirlitinu. Stefnt sé að því allir verði sáttir við ferlið og því hafi það verið kynnt á opnum fundi í Hörpu í gær. „Isavia áskilur sér allan rétt í forvalinu til að taka hverju sem er og hafna hverju sem er. En sjónarmið Isavia er að opna markaðinn, auka samkeppni og þjónustu við flugfarþega," segir Þórólfur.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira