Gagnrýna verslunarrekstur Fríhafnarinnar í Leifsstöð Haraldur Guðmundsson skrifar 20. mars 2014 07:30 Fríhöfnin hefur rekið Victoria's Secret verslun frá árinu 2012. Vísir/Vilhelm „Þarna er í raun og veru verið að viðurkenna að það sé allt í lagi að Fríhöfnin reki tískuvöruverslun og undirfataverslun ríkisins," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Samtökin gagnrýna þátttöku Fríhafnarinnar í forvali Isavia um aðstöðu til verslunar- og veitingareksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fríhöfnin er dótturfyrirtæki ríkishlutafélagsins Isavia. Fyrirtækið rekur fataverslunina Duty Free Fashion og snyrtivöru- og undirfataverslunina Victoria's Secret í flugstöðinni. Rekstur undirfataverslunarinnar verður ekki boðin út í forvalinu en Fríhöfnin hyggst bjóða í Duty Free Fashion. „Við tókum við versluninni af Icelandair og það er líklegt að Fríhöfnin bjóði í hana og fyrst og fremst vegna þess að það eru væntanlega ekki margir sem munu hafa áhuga á því. Ef aðrir hafa áhuga á að gera það og borga hærri leigu þá að sjálfsögðu taka þeir það," segir Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Isavia og Fríhafnarinnar ehf. Hann vill ekki svara því hvort Fríhöfnin ætli að leggja fram önnur tilboð í forvalinu. Þórólfur segir verslunarrými í flugstöðinni dýr og að fyrirtæki þar þurfi að halda uppi háu þjónustustigi. „Menn hafa skilað plássum og ekki verið tilbúnir til að hafa opið allan sólarhringinn. Við erum að vona að með þessari auknu arðsemi af væntanlega fleiri viðskiptavinum, en Isavia hefur verið að efla aðkomu fleiri flugfélaga með sérstöku hvatakerfi til að fá fleiri til þess að koma á Keflavíkurflugvöll, þá sé þar með þetta svæði eftirsóttara heldur en áður. Þannig að við vonumst eftir góðum tilboðum í þessi verslunarrými," segir Þórólfur. „Menn eru svolítið að gefa sér það fyrirfram að það sé ekki eftirspurn eftir þessu," segir Andrés . „Það hlýtur að vera eftirspurn eftir því að reka verslun sem höfðar mjög til ferðamannsins á svona stað þar sem allur þessi fjöldi fer í gegn. Af hverju getur ríkið ekki setið hjá og leyft einkaaðilum að bjóða einum í rekstur fataverslunar," segir Andrés. Hann segir ákveðna sátt ríkja um þá ákvörðun að Fríhöfnin sitji ein að verslun með „hefðbundnar fríhafnarvörur", eins og áfengi, tóbak og sælgæti. „Það er hins vegar mjög gagnrýnivert að ríkið sé farið að fikra sig inn á aðrar slóðir. Það dettur engum í hug að ríkið fari að reka undirfataverslun í Reykjavík. Af hverju ætti ríkið að vera í sambærilegum rekstri þó þetta heiti Flugstöð Leifs Eiríkssonar," segir Andrés. Þórólfur segir forvalið hafa verið kynnt Samkeppniseftirlitinu. Stefnt sé að því allir verði sáttir við ferlið og því hafi það verið kynnt á opnum fundi í Hörpu í gær. „Isavia áskilur sér allan rétt í forvalinu til að taka hverju sem er og hafna hverju sem er. En sjónarmið Isavia er að opna markaðinn, auka samkeppni og þjónustu við flugfarþega," segir Þórólfur. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
„Þarna er í raun og veru verið að viðurkenna að það sé allt í lagi að Fríhöfnin reki tískuvöruverslun og undirfataverslun ríkisins," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Samtökin gagnrýna þátttöku Fríhafnarinnar í forvali Isavia um aðstöðu til verslunar- og veitingareksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fríhöfnin er dótturfyrirtæki ríkishlutafélagsins Isavia. Fyrirtækið rekur fataverslunina Duty Free Fashion og snyrtivöru- og undirfataverslunina Victoria's Secret í flugstöðinni. Rekstur undirfataverslunarinnar verður ekki boðin út í forvalinu en Fríhöfnin hyggst bjóða í Duty Free Fashion. „Við tókum við versluninni af Icelandair og það er líklegt að Fríhöfnin bjóði í hana og fyrst og fremst vegna þess að það eru væntanlega ekki margir sem munu hafa áhuga á því. Ef aðrir hafa áhuga á að gera það og borga hærri leigu þá að sjálfsögðu taka þeir það," segir Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Isavia og Fríhafnarinnar ehf. Hann vill ekki svara því hvort Fríhöfnin ætli að leggja fram önnur tilboð í forvalinu. Þórólfur segir verslunarrými í flugstöðinni dýr og að fyrirtæki þar þurfi að halda uppi háu þjónustustigi. „Menn hafa skilað plássum og ekki verið tilbúnir til að hafa opið allan sólarhringinn. Við erum að vona að með þessari auknu arðsemi af væntanlega fleiri viðskiptavinum, en Isavia hefur verið að efla aðkomu fleiri flugfélaga með sérstöku hvatakerfi til að fá fleiri til þess að koma á Keflavíkurflugvöll, þá sé þar með þetta svæði eftirsóttara heldur en áður. Þannig að við vonumst eftir góðum tilboðum í þessi verslunarrými," segir Þórólfur. „Menn eru svolítið að gefa sér það fyrirfram að það sé ekki eftirspurn eftir þessu," segir Andrés . „Það hlýtur að vera eftirspurn eftir því að reka verslun sem höfðar mjög til ferðamannsins á svona stað þar sem allur þessi fjöldi fer í gegn. Af hverju getur ríkið ekki setið hjá og leyft einkaaðilum að bjóða einum í rekstur fataverslunar," segir Andrés. Hann segir ákveðna sátt ríkja um þá ákvörðun að Fríhöfnin sitji ein að verslun með „hefðbundnar fríhafnarvörur", eins og áfengi, tóbak og sælgæti. „Það er hins vegar mjög gagnrýnivert að ríkið sé farið að fikra sig inn á aðrar slóðir. Það dettur engum í hug að ríkið fari að reka undirfataverslun í Reykjavík. Af hverju ætti ríkið að vera í sambærilegum rekstri þó þetta heiti Flugstöð Leifs Eiríkssonar," segir Andrés. Þórólfur segir forvalið hafa verið kynnt Samkeppniseftirlitinu. Stefnt sé að því allir verði sáttir við ferlið og því hafi það verið kynnt á opnum fundi í Hörpu í gær. „Isavia áskilur sér allan rétt í forvalinu til að taka hverju sem er og hafna hverju sem er. En sjónarmið Isavia er að opna markaðinn, auka samkeppni og þjónustu við flugfarþega," segir Þórólfur.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira