Arion banki og lífeyrissjóðir eignast Skeljung með skilyrðum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2014 15:24 Samkeppniseftirlitið hefur kannað hvernig eignarhald á atvinnufyrirtækjum hefur þróast í kjölfar bankahrunsins. Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup SF IV slhf. á olíufélaginu Skeljungi hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Í ákvörðun eftirlitsins segir að samrunanum séu sett ákveðin skilyrði meðal annars er ætlað að tryggja sjálfstæði Skeljungs sem keppinautar á eldsneytismarkaðnum. SF IV er með rekstrarsamning við Stefni hf. sjóðastýringarfélag sem er dótturfélag Arion banka. Arion banki er á meðal stærstu hluthafa SF IV, en einnig eiga stórir lífeyrissjóðir töluverðan eignarhlut í félaginu. Í kaupunum fólust jafnframt kaup á færeyska olíufélaginu P/f Magn og komu þau til skoðunar þarlendra samkeppnisyfirvalda. Undanfarið og jafnframt í tengslum við rannsókn þessa máls hefur Samkeppniseftirlitið kannað með almennum hætti hvernig eignarhald á atvinnufyrirtækjum hefur þróast í kjölfar bankahrunsins. Þessi athugun hefur leitt í ljós að aðkoma lífeyrissjóða að eignarhaldi fyrirtækja hefur vaxið hröðum skrefum á meðan eignarhald banka og skilanefnda á rekstrarfélögum hefur dregist saman. Samkeppniseftirlitið segir minnkandi eignarhlut banka í samkeppnisfyrirtækjum jákvæðan en vaxandi eignarhlutur lífeyrissjóða, meðal annars í gegnum framtakssjóði, kalli á umræðu um aðkomu þeirra að slíku eignarhaldi og með hvaða hætti nauðsynlegt er að standa vörð um virka samkeppni við þær aðstæður. Að mati Samkeppniseftirlitsins er hætta á því að óskýrt eignarhald og takmarkað eigendaaðhald í atvinnufyrirtækjum geti leitt til röskunar á samkeppni. Samkeppniseftirlitið telur ljóst í þessu samhengi að umsvif lífeyrissjóða í fjárfestingum í atvinnufyrirtækjum komi til með að hafa afgerandi áhrif á þróun samkeppnismarkaða á næstu árum. Var það mat Samkeppniseftirlitsins að nauðsynlegt væri að grípa til íhlutunar í þessu máli og setja samrunanum skilyrði vegna þeirra samkeppnislegu vandamála sem annars kynnu að leiða af eignarhaldi SF IV á Skeljungi. Þau vandamál helgast einkum af eignarhlut Arion banka og aðkomu bankans og dótturfélags hans, Stefnis, að viðskiptunum og rekstri SF IV og Skeljungs. Jafnframt leiðir ákveðinn vandi af styrk eigenda SF IV sem fjárfesta á íslenska markaðnum og mögulegum óæskilegum eignatengslum t.d. á milli Skeljungs og keppinauta fyrirtækisins. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup SF IV slhf. á olíufélaginu Skeljungi hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Í ákvörðun eftirlitsins segir að samrunanum séu sett ákveðin skilyrði meðal annars er ætlað að tryggja sjálfstæði Skeljungs sem keppinautar á eldsneytismarkaðnum. SF IV er með rekstrarsamning við Stefni hf. sjóðastýringarfélag sem er dótturfélag Arion banka. Arion banki er á meðal stærstu hluthafa SF IV, en einnig eiga stórir lífeyrissjóðir töluverðan eignarhlut í félaginu. Í kaupunum fólust jafnframt kaup á færeyska olíufélaginu P/f Magn og komu þau til skoðunar þarlendra samkeppnisyfirvalda. Undanfarið og jafnframt í tengslum við rannsókn þessa máls hefur Samkeppniseftirlitið kannað með almennum hætti hvernig eignarhald á atvinnufyrirtækjum hefur þróast í kjölfar bankahrunsins. Þessi athugun hefur leitt í ljós að aðkoma lífeyrissjóða að eignarhaldi fyrirtækja hefur vaxið hröðum skrefum á meðan eignarhald banka og skilanefnda á rekstrarfélögum hefur dregist saman. Samkeppniseftirlitið segir minnkandi eignarhlut banka í samkeppnisfyrirtækjum jákvæðan en vaxandi eignarhlutur lífeyrissjóða, meðal annars í gegnum framtakssjóði, kalli á umræðu um aðkomu þeirra að slíku eignarhaldi og með hvaða hætti nauðsynlegt er að standa vörð um virka samkeppni við þær aðstæður. Að mati Samkeppniseftirlitsins er hætta á því að óskýrt eignarhald og takmarkað eigendaaðhald í atvinnufyrirtækjum geti leitt til röskunar á samkeppni. Samkeppniseftirlitið telur ljóst í þessu samhengi að umsvif lífeyrissjóða í fjárfestingum í atvinnufyrirtækjum komi til með að hafa afgerandi áhrif á þróun samkeppnismarkaða á næstu árum. Var það mat Samkeppniseftirlitsins að nauðsynlegt væri að grípa til íhlutunar í þessu máli og setja samrunanum skilyrði vegna þeirra samkeppnislegu vandamála sem annars kynnu að leiða af eignarhaldi SF IV á Skeljungi. Þau vandamál helgast einkum af eignarhlut Arion banka og aðkomu bankans og dótturfélags hans, Stefnis, að viðskiptunum og rekstri SF IV og Skeljungs. Jafnframt leiðir ákveðinn vandi af styrk eigenda SF IV sem fjárfesta á íslenska markaðnum og mögulegum óæskilegum eignatengslum t.d. á milli Skeljungs og keppinauta fyrirtækisins.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira