Handbolti

Aron Rafn og félagar komnir í undanúrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Rafn Eðvarðsson.
Aron Rafn Eðvarðsson. Mynd/HSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Lærisveingar Kristjáns Andréssonar í Eskilstuna Guif tryggðu sér sæti í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir 25-24 sigur á Redbergslids í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum.

Eskilstuna Guif vann alla þrjá leikina í einvíginu þar af báða heimaleikina með aðeins einu marki. Liðið vann aftur á móti fimm marka sigur í eina útileiknum.

Aron Rafn Eðvarðsson varði 7 skot í leiknum en hann varði eina vítið sem hann reyndi sig við. Aron Rafn fékk á sig 26 skot og var því með 27 prósent markvörslu.

Línumaðurinn Heimir Óli Heimisson var ekki með Guif-liðinu í þessum leik. Daniel Pettersson varð markahæstur í liði Guif með átta mörk en Mathias Tholin skoraði 6 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×