Þegar fjórar vikur eru liðnar af þeim sjö sem páskabjórinn verður seldur í verslunum ÁTVR, hefur salan á honum aukist um 28 prósent miðað við á sama tíma og í fyrra.
„Þetta er svipuð aukning og við höfum séð í sölu á jólabjór og þorrabjór. Þessi tímabundnu sérbjórar eru altaf að verða vinsælli,“ segir Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs, aðspurður.
Eins og staðan er núna er Viking páskabjór söluhæstur og í öðru sæti er Páskakaldi frá Bruggsmiðjunni en hann var söluhæsti páskabjórinn í fyrra. Páskagull frá Ölgerðinni er í þriðja sæti en þessir þrír bjórar eru langvinsælastir í ár. Enn eru stórar helgar eftir hvað páskabjórsöluna varðar og því gætu sölutölurnar breyst.
Páska-ljósölið Jesús frá Borg seldist upp í verslunum ÁTVR á fyrstu tveimur vikunum, sem kemur kannski ekki á óvart enda kom bjórinn út í mjög takmörkuðu magni. Jesús naut þannig álíka mikilla vinsælda og Júdas, sem Borg sendi frá sér í fyrra. Sá bjór seldist upp á fyrstu tveimur til þremur vikunum.
Jesús álíka vinsæll og Júdas
Freyr Bjarnason skrifar

Mest lesið


Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent

Skrautleg saga laganna hans Bubba
Viðskipti innlent

Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði
Viðskipti innlent

Sætta sig ekki við höfnun Kviku
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent

Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent