Siggi heldur sig við Norður-Ameríku Haraldur Guðmundsson skrifar 29. október 2014 07:30 Sigurður hefur búið í New York frá árinu 2002 og er nú með skrifstofu í Chelsea-hverfinu á Manhattan. „Maður er bara að reyna sitt besta á hverjum degi og halda í sitt en ekki að sigra heiminn heldur aðeins gera betur í dag en í gær,“ segir Sigurður Kjartan Hilmarsson, stofnandi og einn af eigendum bandaríska mjólkurframleiðandans The Icelandic Milk and Skyr Corporation. Sigurður framleiðir meðal annars skyrið Siggi's sem er byggt á íslenskri uppskrift og selt í yfir fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Sala á vörum fyrirtækisins skilaði um sautján milljónum dala, tæpum tveimur milljörðum króna, í fyrra og Sigurður segir stefna í söluaukningu á þessu ári. „Það er einhver aukning en þetta er í takt við okkar væntingar. Við reynum að halda áfram að vaxa og þetta snýst mikið um að koma fleiri strikamerkjum inn í fleiri verslanir. Það er það sem við erum að reyna þessa dagana.“Hefur í nógu að snúast Sigurður sagði í samtali við Markaðinn í janúar síðastliðnum að skyrframleiðslan hefði byrjað sem áhugamál árið 2004. Það ár fór hann að búa til skyr í íbúðinni sinni í Tribeca-hverfinu á Manhattan og tveimur árum síðar varð fyrirtækið til. Bandaríska matvælakeðjan Whole Foods er í dag stærsti viðskiptavinurinn en vörurnar eru einnig fáanlegar í öðrum keðjum eins og Safeway og HEB sem rekur yfir 300 verslanir í Texas. „Þessar eru svona með þeim stærri en maður er alltaf að vinna í verslanakeðjum hér og þar en það hefur ekki orðið nein stór breyting þar á. Það fer hins vegar mestur tími í hefðbundinn rekstur. Maður er alltaf að djöflast í einhverjum málum, reyna að fjölga strikamerkjum, bæta flutningsleiðir og fjölga vöruhúsum. Ég hef verið að vinna í að fá tilboð í flutninga og betri kjör á trukkunum,“ segir Sigurður og það er augljóst að hann vill ekki gera of mikið úr eigin árangri.Skyrið ekki á leið til Evrópu Svissneski mjólkurframleiðandinn Emmi Group eignaðist fjórðungshlut í The Icelandic Milk and Skyr Corporation í desember í fyrra. Sigurður segir kaupin ekki hafa haft nein áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins. „Það var í rauninni engin breyting. Emmi var búið að eiga mjög lengi hlut í fyrirtækinu og tók bara aðeins fleiri bréf sem annar fjárfestir var að selja,“ segir Sigurður. Hann segir engin áform uppi um að hefja sölu á vörum fyrirtækisins í Evrópu. „Við horfum eingöngu til Norður-Ameríku og Kanada gæti kannski bæst við. Það væri mjög „lógískt“ en reglur um innflutning á landbúnaðarvörum eru mjög strangar í Kanada. Þá þyrfti ég að eiga ákveðinn innflutningskvóta en ég er ekki að fara að byggja verksmiðju í Kanada til að framleiða þar.“ Skyrið er nú fáanlegt í þrettán bragðtegundum. Nýjustu vörurnar eru árstíðabundnar og einungis fáanlegar í völdum verslunum. Þar er um ræða graskersskyr, peruskyr og kaffiskyr. „Graskersskyrið er búið að vera til lengi. Við höfum komið með það á haustin enda vinsælt bragð í Bandaríkjunum. Peruskyrið er einnig árstíðabundin vara sem er seld í Whole Foods og kemur inn og fer út og það sama má segja um kaffiskyrið en það er framleitt fyrir aðra verslun.“ Siggi hefur vakið talsverða athygli fjölmiðla síðustu ár. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun CNN um hann og viðtal frá Entrepreneur Summit. Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
„Maður er bara að reyna sitt besta á hverjum degi og halda í sitt en ekki að sigra heiminn heldur aðeins gera betur í dag en í gær,“ segir Sigurður Kjartan Hilmarsson, stofnandi og einn af eigendum bandaríska mjólkurframleiðandans The Icelandic Milk and Skyr Corporation. Sigurður framleiðir meðal annars skyrið Siggi's sem er byggt á íslenskri uppskrift og selt í yfir fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Sala á vörum fyrirtækisins skilaði um sautján milljónum dala, tæpum tveimur milljörðum króna, í fyrra og Sigurður segir stefna í söluaukningu á þessu ári. „Það er einhver aukning en þetta er í takt við okkar væntingar. Við reynum að halda áfram að vaxa og þetta snýst mikið um að koma fleiri strikamerkjum inn í fleiri verslanir. Það er það sem við erum að reyna þessa dagana.“Hefur í nógu að snúast Sigurður sagði í samtali við Markaðinn í janúar síðastliðnum að skyrframleiðslan hefði byrjað sem áhugamál árið 2004. Það ár fór hann að búa til skyr í íbúðinni sinni í Tribeca-hverfinu á Manhattan og tveimur árum síðar varð fyrirtækið til. Bandaríska matvælakeðjan Whole Foods er í dag stærsti viðskiptavinurinn en vörurnar eru einnig fáanlegar í öðrum keðjum eins og Safeway og HEB sem rekur yfir 300 verslanir í Texas. „Þessar eru svona með þeim stærri en maður er alltaf að vinna í verslanakeðjum hér og þar en það hefur ekki orðið nein stór breyting þar á. Það fer hins vegar mestur tími í hefðbundinn rekstur. Maður er alltaf að djöflast í einhverjum málum, reyna að fjölga strikamerkjum, bæta flutningsleiðir og fjölga vöruhúsum. Ég hef verið að vinna í að fá tilboð í flutninga og betri kjör á trukkunum,“ segir Sigurður og það er augljóst að hann vill ekki gera of mikið úr eigin árangri.Skyrið ekki á leið til Evrópu Svissneski mjólkurframleiðandinn Emmi Group eignaðist fjórðungshlut í The Icelandic Milk and Skyr Corporation í desember í fyrra. Sigurður segir kaupin ekki hafa haft nein áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins. „Það var í rauninni engin breyting. Emmi var búið að eiga mjög lengi hlut í fyrirtækinu og tók bara aðeins fleiri bréf sem annar fjárfestir var að selja,“ segir Sigurður. Hann segir engin áform uppi um að hefja sölu á vörum fyrirtækisins í Evrópu. „Við horfum eingöngu til Norður-Ameríku og Kanada gæti kannski bæst við. Það væri mjög „lógískt“ en reglur um innflutning á landbúnaðarvörum eru mjög strangar í Kanada. Þá þyrfti ég að eiga ákveðinn innflutningskvóta en ég er ekki að fara að byggja verksmiðju í Kanada til að framleiða þar.“ Skyrið er nú fáanlegt í þrettán bragðtegundum. Nýjustu vörurnar eru árstíðabundnar og einungis fáanlegar í völdum verslunum. Þar er um ræða graskersskyr, peruskyr og kaffiskyr. „Graskersskyrið er búið að vera til lengi. Við höfum komið með það á haustin enda vinsælt bragð í Bandaríkjunum. Peruskyrið er einnig árstíðabundin vara sem er seld í Whole Foods og kemur inn og fer út og það sama má segja um kaffiskyrið en það er framleitt fyrir aðra verslun.“ Siggi hefur vakið talsverða athygli fjölmiðla síðustu ár. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun CNN um hann og viðtal frá Entrepreneur Summit.
Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira