Vindmyllur eru valkostur við stærri virkjanir Svavar Hávarðsson skrifar 26. maí 2014 07:00 Vindorkugarður. Erlendis standa vindmyllur oft úti í sjó eða við strönd, og eru umdeildar vegna sjónmengunar. fréttablaðið/ap Forsvarsmenn náttúruverndarsamtaka taka heilt yfir jákvætt í hugmyndir Landsvirkjunar um að reisa vindorkugarða á Íslandi. Landvernd telur, ef hugmyndir verða að veruleika að uppfylltum vissum skilyrðum, að kominn sé valkostur við stærri virkjanaframkvæmdir á hálendinu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Landsvirkjun undirbyggi nú mat á umhverfisáhrifum vindorkugarðs á Hafinu við Búrfell, þar sem þegar eru tvær vindmyllur sem reknar eru í rannsóknaskyni. Komið hefur í ljós að aðstæður á Íslandi eru óvenju hagstæðar fyrir raforkuvinnslu úr vindorku og telur fyrirtækið að allt að 200 megavött (MW) séu virkjanleg á svæðinu með vindorku. Til slíkrar raforkuvinnslu þyrfti 60 til 70 vindmyllur sem framleiða 3 til 3,5 MW hver, en slík uppbygging yrði alltaf í nokkrum áföngum. Vindmyllurnar tvær á Hafinu eru samtals 1,8 MW, svo allt að 200 MW vindorkugarður er allstórt skref.Guðmundur Ingi guðbrandssonKönnun Capacent Gallup í fyrra sýndi að ríflega 80 prósent aðspurðra voru fylgjandi því að reisa vindmyllur hér á landi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að Landvernd skilji þau tækifæri fyrir orkuöflun sem felast í því að setja vindorkugarða í nágrenni vatnsaflsvirkjana. Mannvirki sem þessi hafi þó veruleg sjónræn áhrif á umhverfið. Hugmyndir Landsvirkjunar valda því að áhrif á svæðinu yrðu mikil. Á móti kemur að svæðið er þegar afar manngert, en almennt séð sé hálendið mjög viðkvæmt fyrir jafn umfangsmiklum mannvirkjum sökum þess hve víða landslag er þar opið og víðsýnt. „Ef rammaáætlun og mat á umhverfisáhrifum leiða í ljós að hugmyndir Landsvirkjunar séu umhverfislega ásættanlegar og sýnt verður fram á þörf fyrir framleiðslu þessa rafmagns, sem ekki hefur enn verið gert, þá er vissulega kominn valkostur við jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir á svæðum inni á hálendinu. Landsvirkjun gæti þá auðveldlega horfið frá þeim áætlunum sínum, eins og Landvernd hefur ítrekað gert kröfu um,“ segir Guðmundur.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka ÍslandsVindorkan háð útflutningi um sæstreng Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að vindorka sé endurnýjanleg og valdi litlu sem engu varanlegu tjóni á náttúrunni. „Á hinn bóginn virðist sem uppbygging vindorku hér á landi sé háð útflutningi raforku um sæstreng. Vindorkugarður upp á 200 MW dugar hvergi nærri til að fullnægja þeirri eftirspurn á breska markaðinum sem sæstrengur á að anna og því spurning hvaðan afgangurinn af orkunni eigi að koma. Um það höfum við litlar upplýsingar í dag en ég bendi á að umhverfisráðherra túlkar lögin svo að virkjunarkostir í verndarflokki verði sjálfkrafa metnir að nýju í næsta áfanga rammaáætlunar. Allt virðist því undir og þá er vindorkan bara agn, eins konar grænþvottur,“ segir Árni. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Forsvarsmenn náttúruverndarsamtaka taka heilt yfir jákvætt í hugmyndir Landsvirkjunar um að reisa vindorkugarða á Íslandi. Landvernd telur, ef hugmyndir verða að veruleika að uppfylltum vissum skilyrðum, að kominn sé valkostur við stærri virkjanaframkvæmdir á hálendinu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Landsvirkjun undirbyggi nú mat á umhverfisáhrifum vindorkugarðs á Hafinu við Búrfell, þar sem þegar eru tvær vindmyllur sem reknar eru í rannsóknaskyni. Komið hefur í ljós að aðstæður á Íslandi eru óvenju hagstæðar fyrir raforkuvinnslu úr vindorku og telur fyrirtækið að allt að 200 megavött (MW) séu virkjanleg á svæðinu með vindorku. Til slíkrar raforkuvinnslu þyrfti 60 til 70 vindmyllur sem framleiða 3 til 3,5 MW hver, en slík uppbygging yrði alltaf í nokkrum áföngum. Vindmyllurnar tvær á Hafinu eru samtals 1,8 MW, svo allt að 200 MW vindorkugarður er allstórt skref.Guðmundur Ingi guðbrandssonKönnun Capacent Gallup í fyrra sýndi að ríflega 80 prósent aðspurðra voru fylgjandi því að reisa vindmyllur hér á landi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að Landvernd skilji þau tækifæri fyrir orkuöflun sem felast í því að setja vindorkugarða í nágrenni vatnsaflsvirkjana. Mannvirki sem þessi hafi þó veruleg sjónræn áhrif á umhverfið. Hugmyndir Landsvirkjunar valda því að áhrif á svæðinu yrðu mikil. Á móti kemur að svæðið er þegar afar manngert, en almennt séð sé hálendið mjög viðkvæmt fyrir jafn umfangsmiklum mannvirkjum sökum þess hve víða landslag er þar opið og víðsýnt. „Ef rammaáætlun og mat á umhverfisáhrifum leiða í ljós að hugmyndir Landsvirkjunar séu umhverfislega ásættanlegar og sýnt verður fram á þörf fyrir framleiðslu þessa rafmagns, sem ekki hefur enn verið gert, þá er vissulega kominn valkostur við jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir á svæðum inni á hálendinu. Landsvirkjun gæti þá auðveldlega horfið frá þeim áætlunum sínum, eins og Landvernd hefur ítrekað gert kröfu um,“ segir Guðmundur.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka ÍslandsVindorkan háð útflutningi um sæstreng Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að vindorka sé endurnýjanleg og valdi litlu sem engu varanlegu tjóni á náttúrunni. „Á hinn bóginn virðist sem uppbygging vindorku hér á landi sé háð útflutningi raforku um sæstreng. Vindorkugarður upp á 200 MW dugar hvergi nærri til að fullnægja þeirri eftirspurn á breska markaðinum sem sæstrengur á að anna og því spurning hvaðan afgangurinn af orkunni eigi að koma. Um það höfum við litlar upplýsingar í dag en ég bendi á að umhverfisráðherra túlkar lögin svo að virkjunarkostir í verndarflokki verði sjálfkrafa metnir að nýju í næsta áfanga rammaáætlunar. Allt virðist því undir og þá er vindorkan bara agn, eins konar grænþvottur,“ segir Árni.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira