ESB til aðstoðar búlgarska bankakerfinu Randver Kári Randversson skrifar 30. júní 2014 12:32 Innistæðueigendur bíða fyrir utan banka í Sofiu á föstudag. Vísir/AP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt beiðni búlgarskra yfirvalda um aðstoð við fjármögnun nokkurra af stærstu bönkum landsins sem talið er að hafi orðið fyrir skipulögðum árásum. Fimm hafa verið handteknir vegna málsins. BBC greinir frá þessu. Framkvæmdastjórn ESB hefur framlengt lánalínu upp á 3,3 milljarða leva (um 2,3 milljarða dollara) til aðstoðar við búlgarska bankakerfið, en tveir búlgarskir bankar urðu fyrir áhlaupi í síðustu viku. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni kemur fram að aðstoðin sem nú er veitt sé í samræmi við þá nauðsyn að tryggja fullnægjandi greiðsluflæði bankakerfisins við tilteknar aðstæður. Jafnframt er lögð áhersla á að bankakerfið í Búlgaríu sé í grundvallaratriðum traust, þar sem það sé vel fjármagnað og hafi góða greiðslugetu samanborið við önnur aðildarríki. Í síðustu viku varð KTB-bankinn, fjórði stærsti banki Búlgaríu, fyrir áhlaupi með þeim afleiðingum að seðlabanki landsins yfirtók bankann. Á föstudag þustu innistæðueigendur í þriðja stærsta banka landsins og tóku út innistæður sínar af ótta við að sá banki færi sömu leið. Fimm hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa skipulagt atlögu að bankakerfinu. Búlgarski seðlabankinn hefur hvatt til þess að opinberir aðilar vinni saman að því að tryggja fjármálastöðugleika og grípi til lagalegra aðgerða gegn þeim sem hafi breitt út ósannindi um ástand búlgarska bankakerfisins. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt beiðni búlgarskra yfirvalda um aðstoð við fjármögnun nokkurra af stærstu bönkum landsins sem talið er að hafi orðið fyrir skipulögðum árásum. Fimm hafa verið handteknir vegna málsins. BBC greinir frá þessu. Framkvæmdastjórn ESB hefur framlengt lánalínu upp á 3,3 milljarða leva (um 2,3 milljarða dollara) til aðstoðar við búlgarska bankakerfið, en tveir búlgarskir bankar urðu fyrir áhlaupi í síðustu viku. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni kemur fram að aðstoðin sem nú er veitt sé í samræmi við þá nauðsyn að tryggja fullnægjandi greiðsluflæði bankakerfisins við tilteknar aðstæður. Jafnframt er lögð áhersla á að bankakerfið í Búlgaríu sé í grundvallaratriðum traust, þar sem það sé vel fjármagnað og hafi góða greiðslugetu samanborið við önnur aðildarríki. Í síðustu viku varð KTB-bankinn, fjórði stærsti banki Búlgaríu, fyrir áhlaupi með þeim afleiðingum að seðlabanki landsins yfirtók bankann. Á föstudag þustu innistæðueigendur í þriðja stærsta banka landsins og tóku út innistæður sínar af ótta við að sá banki færi sömu leið. Fimm hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa skipulagt atlögu að bankakerfinu. Búlgarski seðlabankinn hefur hvatt til þess að opinberir aðilar vinni saman að því að tryggja fjármálastöðugleika og grípi til lagalegra aðgerða gegn þeim sem hafi breitt út ósannindi um ástand búlgarska bankakerfisins.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira