Svipmynd Markaðarins: Meðvituð ákvörðun að hætta í golfi Haraldur Guðmundsson skrifar 22. mars 2014 08:00 Gestur hefur starfað sem forstjóri Advania frá árinu 2009. Vísir/GVA „Mér finnst það skipta miklu máli að fyrirtæki sýni frumkvæði í að endurheimta það traust sem tapaðist í hruninu og það frumkvæði sem nær umfram það að uppfylla lagaramma og skyldur,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. Advania bættist nýverið í hóp fyrirtækja sem hlotið hafa viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. „Það var frábært framtak og frumkvæði hjá Kauphöllinni, Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum við HÍ að setja þetta verkefni af stað,“ segir Gestur. Fyrirtækið hefur undanfarin tvö ár unnið að þeim skipulagsbreytingum sem leiddu til viðurkenningarinnar en Gestur hefur starfað sem forstjóri Advania frá árinu 2009. Hann lauk námi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1995 og hefur að eigin sögn verið viðloðandi tæknigeirann allar götur síðan. „Ég byrjaði hjá litlu frumkvöðlafyrirtæki árið 1995 sem hét Margmiðlun, sem var þá að þróa rafræna verslunarlausn fyrir netið. Fyrirtækið þróaði meðal annars lausn fyrir Íslenska getspá sem gerði fólki kleift að tippa á netinu,“ segir Gestur. „Sá hluti Margmiðlunar var svo tekinn út í sér fyrirtæki sem fékk nafnið Betware og ég vann þar í rúm tvö ár í markaðssetningu og sölu á þeim lausnum.“ Gestur sneri aftur til Margmiðlunar árið 2002 og þá var lögð aukin áhersla á þann hluta rekstrarins sem sneri að fjarskiptum. „Sem endaði á því að OgVodafone keypti Margmiðlun árið 2004 og fylgdi ég og fleiri starfsmenn með í kaupunum. Þar var ég í sölu- og markaðsmálum og fór svo yfir í tæknimálin til ársins 2009 þegar ég tók við núverandi starfi.“ Gestur er kvæntur Kristínu Þórarinsdóttur hjúkrunarfræðingi. Hann er Hafnfirðingur; fæddur, skírður, fermdur og kvæntur í bænum. Hann segist eiga of mörg áhugamál miðað við tímann sem hann hefur til að sinna þeim. „Besti frítíminn er með fjölskyldunni og ég hef til dæmis tekið meðvitaða ákvörðun um að hætta í golfi og byrja ekki aftur fyrr en ég verð fimmtugur,“ segir Gestur. „Ég er í köfun með elstu dótturinni, veiðimennsku með syninum og svo er ég og yngsta dóttirin enn þá að finna út hvert okkar sameiginlega áhugamál verður en við höllumst að því að það verði kajakróður.“Ómar SvavarssonÓmar Svavarsson, forstjóri Vodafone „Við Gestur kynntumst þegar ég kom til starfa hjá Vodafone árið 2005. Við unnum saman næstu fjögur ár sem voru umbrotasöm, sem er jafnvel of vægt til orða tekið. Í erfiðustu verkefnunum þá sagði hann alltaf: „Þetta verður skemmtilegur kafli í bókinni.“ Allavega kaupi ég nokkrar þegar sagan hans kemur út undir nafninu „Þessi fallegi maður“. Gestur er heljarmenni til vinnu, gríðarlega vinnusamur, árangursmiðaður og einbeittur í meira lagi. Hann kemur ávallt hreint og beint fram, er alltaf vel undirbúinn og til í að takast á við flókin og erfið viðfangsefni.“Elísabet SveinsdóttirElísabet Sveinsdóttir, markaðsstjóri Advania „Gestur er í rauninni draumaforstjórinn þar sem hann treystir sínu fólki og lætur það um að taka ákvarðanir og bakkar það upp. Já, hann skiptir sér mátulega mikið af hlutunum og það er gott að leita til hans, hann svarar fljótt og tekur ákvarðanir hratt. Ef ég á að nefna löst, sem er kannski í leiðinni kostur, þá er hann sívinnandi og gerir miklar kröfur til sjálfs sín og annarra. Hann er sanngjarn og réttsýnn – já, bara fínn gaur í alla staði – hæfilega „wild“ en snyrtimennskan þó í fyrirrúmi.“ Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Mér finnst það skipta miklu máli að fyrirtæki sýni frumkvæði í að endurheimta það traust sem tapaðist í hruninu og það frumkvæði sem nær umfram það að uppfylla lagaramma og skyldur,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. Advania bættist nýverið í hóp fyrirtækja sem hlotið hafa viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. „Það var frábært framtak og frumkvæði hjá Kauphöllinni, Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum við HÍ að setja þetta verkefni af stað,“ segir Gestur. Fyrirtækið hefur undanfarin tvö ár unnið að þeim skipulagsbreytingum sem leiddu til viðurkenningarinnar en Gestur hefur starfað sem forstjóri Advania frá árinu 2009. Hann lauk námi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1995 og hefur að eigin sögn verið viðloðandi tæknigeirann allar götur síðan. „Ég byrjaði hjá litlu frumkvöðlafyrirtæki árið 1995 sem hét Margmiðlun, sem var þá að þróa rafræna verslunarlausn fyrir netið. Fyrirtækið þróaði meðal annars lausn fyrir Íslenska getspá sem gerði fólki kleift að tippa á netinu,“ segir Gestur. „Sá hluti Margmiðlunar var svo tekinn út í sér fyrirtæki sem fékk nafnið Betware og ég vann þar í rúm tvö ár í markaðssetningu og sölu á þeim lausnum.“ Gestur sneri aftur til Margmiðlunar árið 2002 og þá var lögð aukin áhersla á þann hluta rekstrarins sem sneri að fjarskiptum. „Sem endaði á því að OgVodafone keypti Margmiðlun árið 2004 og fylgdi ég og fleiri starfsmenn með í kaupunum. Þar var ég í sölu- og markaðsmálum og fór svo yfir í tæknimálin til ársins 2009 þegar ég tók við núverandi starfi.“ Gestur er kvæntur Kristínu Þórarinsdóttur hjúkrunarfræðingi. Hann er Hafnfirðingur; fæddur, skírður, fermdur og kvæntur í bænum. Hann segist eiga of mörg áhugamál miðað við tímann sem hann hefur til að sinna þeim. „Besti frítíminn er með fjölskyldunni og ég hef til dæmis tekið meðvitaða ákvörðun um að hætta í golfi og byrja ekki aftur fyrr en ég verð fimmtugur,“ segir Gestur. „Ég er í köfun með elstu dótturinni, veiðimennsku með syninum og svo er ég og yngsta dóttirin enn þá að finna út hvert okkar sameiginlega áhugamál verður en við höllumst að því að það verði kajakróður.“Ómar SvavarssonÓmar Svavarsson, forstjóri Vodafone „Við Gestur kynntumst þegar ég kom til starfa hjá Vodafone árið 2005. Við unnum saman næstu fjögur ár sem voru umbrotasöm, sem er jafnvel of vægt til orða tekið. Í erfiðustu verkefnunum þá sagði hann alltaf: „Þetta verður skemmtilegur kafli í bókinni.“ Allavega kaupi ég nokkrar þegar sagan hans kemur út undir nafninu „Þessi fallegi maður“. Gestur er heljarmenni til vinnu, gríðarlega vinnusamur, árangursmiðaður og einbeittur í meira lagi. Hann kemur ávallt hreint og beint fram, er alltaf vel undirbúinn og til í að takast á við flókin og erfið viðfangsefni.“Elísabet SveinsdóttirElísabet Sveinsdóttir, markaðsstjóri Advania „Gestur er í rauninni draumaforstjórinn þar sem hann treystir sínu fólki og lætur það um að taka ákvarðanir og bakkar það upp. Já, hann skiptir sér mátulega mikið af hlutunum og það er gott að leita til hans, hann svarar fljótt og tekur ákvarðanir hratt. Ef ég á að nefna löst, sem er kannski í leiðinni kostur, þá er hann sívinnandi og gerir miklar kröfur til sjálfs sín og annarra. Hann er sanngjarn og réttsýnn – já, bara fínn gaur í alla staði – hæfilega „wild“ en snyrtimennskan þó í fyrirrúmi.“
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira