Vill prófa hverflana í Hornafirði Haraldur Guðmundsson skrifar 15. janúar 2014 07:45 Valdimar prófaði sérútbúna flekann sem hann hannaði sumarið 2013. Mynd/Agnes Ingvarsdóttir „Ef ég fæ framhaldsstyrk úr Tækniþróunarsjóði til að halda áfram með verkefnið þá er næsta skref að prófa hverflana í Hornafirði í sumar,“ segir Valdimar Össurarson, framkvæmdastjóri Valorku og stofnandi fyrirtækisins. Valdimar hefur undanfarin fimm ár unnið að þróun lághraðahverfla sem eiga að beisla sjávarfallaorku við annes. Hann er með vinnustofu á Ásbrú í Reykjanesbæ og er eini fastráðni starfsmaður fyrirtækisins. Valorka er að hans sögn eina íslenska fyrirtækið sem sinnir tækniþróun á sviði sjávarorku. „Þetta verkefni hefur undið hratt upp á sig. Valorka hefur þróað fimm gerðir af hverflum og nokkuð mörg atriði hafa farið í gegnum einkaleyfi og þar á meðal fyrsti íslenski hverfillinn til að fá slíkt leyfi,“ segir Valdimar.Fyrstu sjóprófanir á hverflum Valorku áttu að fara fram síðasta sumar á Höfn í Hornafirði. Tíminn fyrir austan fór hins vegar nánast allur í hönnun og prófanir á sérútbúnum fleka sem Valdimar ætlar að nota til að prófa hverflana næsta sumar. „Í fyrra náði ég einungis rétt svo að dýfa hverflunum í sjó en þær prófanir voru ekki marktækar. Ég fékk einhverjar mælingar en það voru ýmis atriði sem gerðu þær jafn ómögulegar og þegar Wright-bræður voru að hlaupa með flugvélina sína fyrst og komust ekki á loft. Þetta er tækni sem hefur svipaða möguleika og flugið en fyrst þarf að koma henni af jörðinni,“ segir Valdimar. Hann segir aðstæður í Hornafirði kjörnar. Þar sé oft lítil bára en mikill straumur. Eini gallinn er sá að þar er jökulvatn og Valdimar sér því ekki nógu vel hvað gerist undir flekanum. „Svo er reyndar forvitnilegur staður hérna í næsta nágrenni við mig. Ég var að mæla straumhraðann hérna úti í Ósum sem er lítill fjörður norðan við Hafnir. Þar er maður með tæran sjó og svipaðan straumhraða í logni og það er staður sem mig langar að skoða betur.“ Valdimar vinnur nú einnig að öðru verkefni sem byggir á hugmynd sem er enn eldri en fyrsti hverfillinn. Þar er um að ræða ölduvirkjun sem hann vill tengja við hverflana og þróa fyrstu virkjun sinnar tegundar í heiminum. „Ef það tekst til og sú aðferð fer í prófanir í sjó, þá er það, eftir því sem ég best veit, eina blendistegundin sem færi í prófanir í heiminum.“ Framtíð þessara verkefna er hins vegar háð áframhaldandi stuðningi frá Tækniþróunarsjóði og öðrum sjóðum sem Valdimar hefur hingað til getað nýtt sér. Óvíst er hvort Valorka fái áframhaldandi styrk úr Tækniþróunarsjóði. „Sjóðurinn var í slæmri stöðu fyrir áramótin og það var verið að sveifla fjármagni hans fram og til baka. En ég leyfi mér að vona að þetta sé ekki endanleg synjun frá honum,“ segir Valdimar og bætir því við að stefnumótun stjórnvalda á sviði sjávarorku hafi einnig áhrif. „Það er ekki enn búið að koma þingsályktunartillögu um rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við Ísland í gegnum þingið. En ég er vongóður enda er búið að lofa því að hún verði lögð fram á vorþingi. Það væri tvískinnungur ef eina tækniþróunarverkefninu á þessu sviði sem er þokkalega lífvænlegt yrði stefnt í voða á sama tíma og stjórnvöld eru skoða nýtingu á sjávarorku,“ segir Valdimar „Sjávarfallaorka er áreiðanlegasta orkuauðlind heims og sú eina sem er að fullu nýtanleg án nokkurra umhverfisáhrifa. Þetta svið nýsköpunar er okkur Íslendingum opið því það er enginn að keppa við okkur og þvælast fyrir. Samt er þetta vaxandi markaður enda mikil eftirspurn eftir umhverfisvænum orkugjöfum.“ Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
„Ef ég fæ framhaldsstyrk úr Tækniþróunarsjóði til að halda áfram með verkefnið þá er næsta skref að prófa hverflana í Hornafirði í sumar,“ segir Valdimar Össurarson, framkvæmdastjóri Valorku og stofnandi fyrirtækisins. Valdimar hefur undanfarin fimm ár unnið að þróun lághraðahverfla sem eiga að beisla sjávarfallaorku við annes. Hann er með vinnustofu á Ásbrú í Reykjanesbæ og er eini fastráðni starfsmaður fyrirtækisins. Valorka er að hans sögn eina íslenska fyrirtækið sem sinnir tækniþróun á sviði sjávarorku. „Þetta verkefni hefur undið hratt upp á sig. Valorka hefur þróað fimm gerðir af hverflum og nokkuð mörg atriði hafa farið í gegnum einkaleyfi og þar á meðal fyrsti íslenski hverfillinn til að fá slíkt leyfi,“ segir Valdimar.Fyrstu sjóprófanir á hverflum Valorku áttu að fara fram síðasta sumar á Höfn í Hornafirði. Tíminn fyrir austan fór hins vegar nánast allur í hönnun og prófanir á sérútbúnum fleka sem Valdimar ætlar að nota til að prófa hverflana næsta sumar. „Í fyrra náði ég einungis rétt svo að dýfa hverflunum í sjó en þær prófanir voru ekki marktækar. Ég fékk einhverjar mælingar en það voru ýmis atriði sem gerðu þær jafn ómögulegar og þegar Wright-bræður voru að hlaupa með flugvélina sína fyrst og komust ekki á loft. Þetta er tækni sem hefur svipaða möguleika og flugið en fyrst þarf að koma henni af jörðinni,“ segir Valdimar. Hann segir aðstæður í Hornafirði kjörnar. Þar sé oft lítil bára en mikill straumur. Eini gallinn er sá að þar er jökulvatn og Valdimar sér því ekki nógu vel hvað gerist undir flekanum. „Svo er reyndar forvitnilegur staður hérna í næsta nágrenni við mig. Ég var að mæla straumhraðann hérna úti í Ósum sem er lítill fjörður norðan við Hafnir. Þar er maður með tæran sjó og svipaðan straumhraða í logni og það er staður sem mig langar að skoða betur.“ Valdimar vinnur nú einnig að öðru verkefni sem byggir á hugmynd sem er enn eldri en fyrsti hverfillinn. Þar er um að ræða ölduvirkjun sem hann vill tengja við hverflana og þróa fyrstu virkjun sinnar tegundar í heiminum. „Ef það tekst til og sú aðferð fer í prófanir í sjó, þá er það, eftir því sem ég best veit, eina blendistegundin sem færi í prófanir í heiminum.“ Framtíð þessara verkefna er hins vegar háð áframhaldandi stuðningi frá Tækniþróunarsjóði og öðrum sjóðum sem Valdimar hefur hingað til getað nýtt sér. Óvíst er hvort Valorka fái áframhaldandi styrk úr Tækniþróunarsjóði. „Sjóðurinn var í slæmri stöðu fyrir áramótin og það var verið að sveifla fjármagni hans fram og til baka. En ég leyfi mér að vona að þetta sé ekki endanleg synjun frá honum,“ segir Valdimar og bætir því við að stefnumótun stjórnvalda á sviði sjávarorku hafi einnig áhrif. „Það er ekki enn búið að koma þingsályktunartillögu um rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við Ísland í gegnum þingið. En ég er vongóður enda er búið að lofa því að hún verði lögð fram á vorþingi. Það væri tvískinnungur ef eina tækniþróunarverkefninu á þessu sviði sem er þokkalega lífvænlegt yrði stefnt í voða á sama tíma og stjórnvöld eru skoða nýtingu á sjávarorku,“ segir Valdimar „Sjávarfallaorka er áreiðanlegasta orkuauðlind heims og sú eina sem er að fullu nýtanleg án nokkurra umhverfisáhrifa. Þetta svið nýsköpunar er okkur Íslendingum opið því það er enginn að keppa við okkur og þvælast fyrir. Samt er þetta vaxandi markaður enda mikil eftirspurn eftir umhverfisvænum orkugjöfum.“
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun