Soros hagnaðist um milljarða á að skortselja ástralska dollarann 8. maí 2013 09:12 Auðjöfurinn George Soros hagnaðist um milljarða króna á aðeins 36 klukkustundum með því að skortselja ástralska dollara skömmu áður en seðlabanki Ástralíu tilkynnti um lækkun á stýrivöxtum sínum. Í erlendum viðskiptamiðlum er talað um mesta gjaldeyrisveðmál í sögu ástralska dollarans. Á vefsíðu Sydney Morning Herald segir að Soros hafi lagt milljarð dollara undir í skortstöðinni í upphafi vikunnar og hafi hagnast um 19 milljónir dollara eða yfir 2 milljarða króna á fyrrgreindu tímabili. Soros veðjaði á að gengi ástralska dollarans myndi veikjast í kjölfar vaxtalækkunarinnar eins og gerðist. Þar að auki er orðrómur í gangi um að Soros hafi fengið þrjá ólíka banka til að veðja gegn sér þannig að hann hafi uppskorið tæplega 60 milljónir dollara á veðmálinu. Á vefsíðunni segir að þetta sé ekki slæmt fyrir mann sem talinn var látinn fyrir þremur vikum síðan. George Soros er ekki ókunnur stórum veðmálum á gjaldeyrismarkaðinum. Hann er þekktur í sögunni fyrir að hafa komið Englandsbanka á hnéin árið 1992 með gífurlegri skortstöðu gegn breska pundinu þar sem hann veðjaði að pundið myndi veikjast verulega gegn þýska markinu. Talið er að hann hafi hagnast um 1,8 milljarða dollara á þessu veðmáli en Englandsbanki reyndi að halda gengi pundsins uppi en án árangurs. Loksins þurfti bankinn að játa sig sigraðan þann 16. september árið 1992 en sá dagur hefur síðan gengið undir nafninu "Svarti miðvikudagurinn" í breskri viðskiptasögu enda má segja að pundið hafi hrapað í verði þann dag. Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Auðjöfurinn George Soros hagnaðist um milljarða króna á aðeins 36 klukkustundum með því að skortselja ástralska dollara skömmu áður en seðlabanki Ástralíu tilkynnti um lækkun á stýrivöxtum sínum. Í erlendum viðskiptamiðlum er talað um mesta gjaldeyrisveðmál í sögu ástralska dollarans. Á vefsíðu Sydney Morning Herald segir að Soros hafi lagt milljarð dollara undir í skortstöðinni í upphafi vikunnar og hafi hagnast um 19 milljónir dollara eða yfir 2 milljarða króna á fyrrgreindu tímabili. Soros veðjaði á að gengi ástralska dollarans myndi veikjast í kjölfar vaxtalækkunarinnar eins og gerðist. Þar að auki er orðrómur í gangi um að Soros hafi fengið þrjá ólíka banka til að veðja gegn sér þannig að hann hafi uppskorið tæplega 60 milljónir dollara á veðmálinu. Á vefsíðunni segir að þetta sé ekki slæmt fyrir mann sem talinn var látinn fyrir þremur vikum síðan. George Soros er ekki ókunnur stórum veðmálum á gjaldeyrismarkaðinum. Hann er þekktur í sögunni fyrir að hafa komið Englandsbanka á hnéin árið 1992 með gífurlegri skortstöðu gegn breska pundinu þar sem hann veðjaði að pundið myndi veikjast verulega gegn þýska markinu. Talið er að hann hafi hagnast um 1,8 milljarða dollara á þessu veðmáli en Englandsbanki reyndi að halda gengi pundsins uppi en án árangurs. Loksins þurfti bankinn að játa sig sigraðan þann 16. september árið 1992 en sá dagur hefur síðan gengið undir nafninu "Svarti miðvikudagurinn" í breskri viðskiptasögu enda má segja að pundið hafi hrapað í verði þann dag.
Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent