Viðskipti innlent

Segir Samherjamálið aftur til meðferðar hjá sérstökum saksóknara

Haraldur Guðmundsson skrifar
Seðlabanki Íslands segir Samherjamálið aftur komið í hendur sérstaks saksóknara.
Seðlabanki Íslands segir Samherjamálið aftur komið í hendur sérstaks saksóknara.
Seðlabanki Íslands hefur brugðist við þeim athugasemdum sem sérstakur saksóknari gerði við kæru bankans á hendur Samherja vegna meintra gjaldeyrissvika.

Í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi frá sér í dag segir að athugasemdir sérstaks saksóknara hafi ekki varðað efnisatriði kærunnar og að málið sé nú aftur í höndum embættisins.

DV greindi frá því í morgun að sérstakur saksóknari hefði vísað kæru Seðlabankans frá. Frétt Vísis frá því fyrr í morgun, þar sem vitnað var í frétt DV,  leiðréttist hér með. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×