Viðskipti innlent

Ekki búið að ákveða refsiaðgerðir ESB gegn Íslandi

Heimir Már Pétursson skrifar
Ólíklegt er að Evrópusambandið hefji refsiaðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makríldeilunnar fyrir mánaðamót, segir í svari frá Daminaki.
Ólíklegt er að Evrópusambandið hefji refsiaðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makríldeilunnar fyrir mánaðamót, segir í svari frá Daminaki.
Ólíklegt er að Evrópusambandið hefji refsiaðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makríldeilunnar fyrir mánaðamót.

Í svari Stephaine Liard, ritara upplýsingafulltrúa Mariu Damanaki sjávarútvegsstjóra Evrópusambandins við fyrirspurn fréttastofu, segir að í náinni framtíð geti málsmeðferð hafist sem leiði til refsiaðgerða gegn Íslandi og Færeyjum, ef þjóðirnar láti ekki af ósjálfbærum veiðum sínum á makríl. En eftir fund Damanaki með sjávarútvegsráðherrum Evrópubandalagsins fyrr í þessum mánuði var boðað að slíkar aðgerðir yrðu tilkynntar fyrir mánaðamót.

Samningafundur í deilunni fer fram í byrjun september að frumkvæði íslenskra stjórnvalda, sem telja samningaleiðina ekki fullreynda og að allar refsiaðgerðir, aðrar en löndunarbann á makríl, væru í andstöðu við alþjóðasamþykktir. Í svari skrifstofu Damanaki til fréttastofu segir hins vegar að engar ákvarðanir hafi verið teknar um eðli þeirra refsiaðgerða sem kunni að verða gripið til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×