Viðskipti innlent

Loksins bjór með kvenmannsnafni - "Orðið vandræðalegt pulsupartý“

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Garún, fyrsti bjórinn frá Borg með kvennmannsnafni.
Garún, fyrsti bjórinn frá Borg með kvennmannsnafni.
Borg brugghús setur fyrsta bjórinn sinn sem ber kvenmannsnafn á markað á næstunni. Íslenskir bjórunnendur verða þó líklega fyrir vonbrigðum því bjórinn sem nefndur er Garún, verður ekki seldur hér á landi heldur í Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Garún nr. 19 er eins og nafnið gefur til kynna 19 bjórinn sem Borg framleiðir. 20 bjórinn mun einnig bera kvenmannsnafn. Sá bjór verður kynntur til sögunnar síðar í þessum mánuði og verður seldur hér á landi.

Óli Rúnar Jónsson, verkefnisstjóri hjá Borg eða borgarstjóri eins og hann vill kalla sig segir að það sé orðið þó nokkuð síðan að þau hafi uppgötvað að þetta væri orðið vandræðalegt pulsupartý. Þar vísar hann til þess að þeir hafi framleitt 18 bjóra með karlmannsnafni en engan með kvenmannsnafni.

„Það kom því ekkert annað til greina en ofurkröftugt öl og nafn í stíl fyrir fyrstu stúlkuna í fjölskyldunni, svo hún geti staðið upp í hárinu á bræðrum sínum 18,“ segir Óli Rúnar.

Hann segir að það verði varla neitt öflugra og svalara en Garún Nr. 19.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×